?? 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna– 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (36) ??
Jafnrétti kynjanna er ein þungamiðja mannréttinda og þar með gilda Sameinuðu þjóðanna. Jafnrétti kynjanna er á meðal þeirra grundvallarsjónarmiða sem liggja til grundvallar Sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leiðtogar heimsins samþykktu árið 1945. Það er skylda allra ríkja að vernda og efla mannréttindi kvenna.
Langtímamarkmið Sameinuðu þjóðanna er að bæta líf kvenna og færa þeim aukið vald til að hafa stjórn á lífi sínu.
Kvennaráðstefnur
Sameinuðu þjóðirnar héldu fyrstu kvennaráðstefnu sögunnar í Mexíkóborg 1975. Tvær heimsráðstefnur sigldu í kjölfarið, fyrsti kvennaáratugar Samaeinuðu þjóðanna (1976-1985) og ekki síst kvennaráðstefnan í Beijing (1995) mörkuðu tímamót í að ákvarða stefnumótun í réttindum kvenna og eflingu jafnréttis. Sáttmálinn um upprætingu hvers kyns mismununar geng konum (1979) var staðfestur af 189 ríkjum og hefur verið lóð á vogarskálar réttinda kvenna um allan heim.
MótumFramtíðOkkar #UN75