6 opinber mál og útgáfa á 370

0
698
Fjöltyngi og Sameinuðu þjóðirnar

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Opinber mál Sameinuðu þjóðanna eru sex talsins, vinnumálin eru tvö en gefið er út efni á meir en hundrað og fimmtíu tungumálum.

SÞ75 logo

Sem dæmi má nefna er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna  mest þýdda verk heims. Hún hefur verið þýdd á 370 tungumál.

SÞ Fjöltyngi
Mynd: Tim Mossholder – Unsplash

Starf Sameinuðu þjóðanna fer mest fram á vinnumálunum svokölluðu tveimur; ensku og frönsku. Opinber mál samtakanna eru hins vegar sex, auk vinnumálanna eru það arabíska, kínverska, rússneska og spænska. Þessi sex mál eru fyrsta eða annað mál þriggja milljarða jarðarbúa. Þau eru opinber mál nærri tveggja þriðju hluta aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.

Samtökin gefa einnig út efni á prenti eða í vaxandi mæli á netinu á miklu fleiri tungumálum. Fréttaþjónusta Sameinuðu þjóðanna (UN News) birtir daglega efni á kiswahili, portúgölsku og hindi. Upplýsingaskrifstofur Sameinuðu þjóðanna í meir en sextíu ríkjum hafa gefið út efni á meir en 150 málum. Þær starfa þó mest á þrjátíu tungumálum og halda úti vefsíðum í meir en 70 löndum.

Fjöltyngi

Það er stefna Sameinuðu þjóðanna að viðhalda þeim tungum sem talaðar eru í heiminum. Fjölmargir alþjóðlegir dagar og alþjóða-ár samtakanna heiðra gildi tungumála.  Að mati Sameinuðu þjóðanna er fjöltyngi til þess fallið að efla umburðarlyndi. Þá stuðlar fjöltyngi að virkri þátttöku allra ríkja í starfi samtakanna. Það aftur greiðir fyrir aukinni skilvirkni og þátttöku sem flestra í að hrinda verkefnum í framkvæmd.

Fjöltyngi nýtur viðurkenningar sem eitt af grunngildum Sameinuðu þjóðanna. Aðalframkvæmdastjórinn ber ábyrgð á að fjöltyngi sé í heiðri haft í hinum fjölmörgu verkefnum samtakanna.

UNESCO Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna vinnur öflugt starf við að hlúa að tungumálum heimsins.