Helmingur tungumála heims horfinn fyrir aldarlok?

0
540

motherlanguage

21. febrúar 2013.  Að mati UNESCO er helmingur tungumála heimsins í útrýmingarhættu og gætu horfið fyrir næstu aldamót.
Þessi þróun er þó hvorki óumflýjanleg né óumbreytanleg. Með vel ígrundaðri og vel framkvæmdri tungumálastefnu er hægt að efla viðleitni þeirra sem tala tungumál í útrýmingarhætu, til að bjarga málinu og fjölgað notendum þeirra á meðal komandi kynslóða. Ný stafræn tækni hefur einnig aukið möguleika á nýsköpun og aðgangi að upplýsingum.

Dagurinn í dag, 21. febrúar er alþjóðadagur móðurmálsins – allra 6 þúsund tungumála heims.Mennta- menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur haldið móðurmálsdaginn hátíðlegan frá því árið 2000. Markmiðið er að efla fjölbreytni tungumála og fjölmálamenntun og glæða vitund um tungumála- og menningarhefðir sem byggjast á skilningi, umburðarlyndi og samræðu.

Í ár beinir UNESCO kastljósinu sérstaklega að mikilvægi aðgangs að bókum og stafrænum fjölmiðlum á móðurmáli hvers og eins. Móðurmálskennsla á unga aldri, bæði heima og í skóla skiptir sköpum. Ekki aðeins læra ung börn auðveldlega tungumál, heldur auðveldar það frekara tungumálanám, síðar á ævinni.

Það er hins vegar ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að hver einstakingur í heiminum geti talað móðurmál sitt. Víða stafar móðurmálinu hætta af framsókn ráðandi tungumáls/a. Að auki eiga öll tungumál sér ekki ritmál sem getur hamlað viðgangi málsins.   

Eins og málvísindakonan Colette Grinevald hjá UNESCO bendir á er Alþjóða tungumáladagurinn “vettvangur til að fagna tilvist allra tungumála heims og minna á allar mæður heims á rétt þeirra til að tala sitt eigið tungumál við börnin sín.”

Mynd:  Á Indland beita frjáslu félagasamtökin Pratham Books sér fyrir því að útvega börnum bækur á sem flestum tungumálum. Flickr/Pratham Books. Attribution 2.0 Generic (CC BY 2.0).