800 þúsund nýir flóttamenn 2011

0
474

Refugees

19. júní 2012. 800 þúsund manns bættust í hóp flóttamanna í heiminum á síðasta ári. Þetta er mesti fjöldi sem hefur orðið að flýja heimaland sitt frá árinu 2000. Þessir nýju flóttamenn bætast við 4.3 milljónir sem flýja urðu heimili sín vegna ýmiss konar skakkafalla á síðasta ári. Fyrst frá Fílabeinsströndinni frá árslokum 2010 en svo vegna rósta í Líbýu, Sómalíu, Súdan og víðar. Þetta kemur fram í Global Trends 2011, skýrslu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Haldið er upp á Alþjóðlegan dag flóttamanna í heiminum 20. júní. “Við getum þrátt fyrir allt verið þakklát fyrir að alþjóðakerfið stóðst að mestu leyti prófið og stóð við að vernda þetta fólk og landamæri voru opin. Þetta eru erfiðir tímar,” segir forstjóri Flóttamannahjálparinnar”,António Guterres. Í árs lok voru 42.5 milljónir manna ýmist flóttamenn (15.2 milljónir) eða voru flosnaðir upp innan heimalandsins (26.4 milljónir) eða höfðu sótt um hæli sem flóttamenn (895 þúsund, samkvæmt skýrslu. Hins vegar gátu 3.2 milljónir manna sem flosnað höfðu upp innanlands, snúið aftur til síns heima árið 2011 og er það mesti fjöldi í meir en áratug. “Þessi fjöldi er ekki bara tölfræði; þetta eru einstaklingar og fjölskyldur og líf þeirra hefur lent í uppnámi, samfélög þeirra eyðilögð og framtíðin er óviss,” segir Ban Ki-moon í ávarpi á Alþjóðlegum degi flóttamanna. Pakistan og Íran hýsa flesta flóttamenn í heiminum eða samtals tvær og hálfa milljón manna.