Á hverri mínútu verður barn vannæringu að bráð

0
428
Vannæring
Handleggur eins árs drengs mældur. Hann þjáist af alvarlegri vannæringu Dolow í Eþíópíu. © UNICEF/Ismail Taxta

Matvælakreppan í heiminum hefur í för með sér að á hverri einustu mínútu verður barn lífshættulegri vannæringu að bráð.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út ákall vegna skelfilegs ástands í 15 ríkjum, þar sem ástandið fer síversnandi. Ákallinu er ekki síst beint til leiðtoga G7, helstu iðnríkja heims í Þýskalandi á næstu dögum.

$1.2 milljarða er þörf

Vannæring
Móðir leitar lækninga fyrir alvarlega vannært 7 mánaða gamalt barn í Maiwand héraði í Afganistan. ©UNICEF/UN0562525/ Alessio Romenzi

UNICEF hefur farið fram á framlög að andvirði 1.2 milljarða Bandaríkjadala til þess að mæta þörfum 8 milljóna barna sem eru í lífshættu vegna alvarlegrar vannnæringar. Þau búa í 15 ríkjum, flestum í Afríku, svo sem Burkina Faso, Tsjad, Kenía, Sómalíu og Súdan, auk Afganistans og Haítí.

Frá janúar til júní á þessu ári hefur fjöldi þessara nauðstöddu barna fjölgað um 250 þúsund, úr 7.67 milljónum í 7.93 milljónir.

 Verðhækkanir

Verð á tilbúnum matvælum ætluðum vannærðu fólk hefur hækkað um 16% á undanförnum viku, vegna hækkunar hráefnis.

UNICEF varar við því að verðhækkunin kunni að svipta 600 þúsund börn aðgangi að lífsnauðsynlegri meðferð og séu í hreinni lífshættu af þeim sökum.

“Mataraðstoð er bráðnauðsynleg, en við getum ekki bjargað lífi sveltandi barna með hveitipokum. Við þurfum að ná til þessara barna og veita þeim læknisaðstoð, áður en það er orðið of seint, segir Catherine Russel forstjóri UNICEF.

Sjá nánar hér um hvað felst í hugtökum um hungur og fæðuöryggi.