Á meðan heimurinn sveltur fer þriðjungur matvæla í ruslið

0
665
Alþjóðlegur dagur vitundar um matvælatap og sóun

Þriðjungi matvæla í heiminum er sóað á sama tíma og hungur hefur varið vaxandi frá 2014. Matvælunum sem framleidd eru er ýmist sóað eða þau ná aldrei til neytenda. Þá er ótalið að sá umhverfislegi kostnaður sem framleiðslan hafði í för með sér er unninn fyrir gýg. 

 Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) heldur í dag í samvinnu við Umhverfisstofnun samtakanna (UNEP) Alþjóðlegan dag til vitundar um tap og sóun matvæla (International Day of Awareness of Food Loss and Waste). Fyrsti alþjóðlegi dagurinn er haldinn þegar COVID-19 faraldurinn herjar á heimsbyggðina. Hann hefur sýnt fram á þörf á breytingum á matvælaframleiðslu- og neyslu.

 Þegar talað er um að matvæli tapist er átt við ferlið frá býli að borði, eða í framleiðslu og dreifingu. Matvælasóun er hins vegar þegar matvæla er ekki neytt vegna ákvarðana verslana eða neytenda.

Í þágu fólksins og plánetunnar   

Að mati FAO tapast þriðjungur matvæla sem framleidd eru til manneldis eða er sóað. Alls eru þetta 1.3 milljón milljóna tonna á hverju ári. Um 45% ávaxta og grænmetis er sóað. Og það sem meira er þá þarf13 lítra af vatni  til að rækta 1 tómat og 50 lítra af vatni til að rækta eina appelsínu. Að ógleymdu útsæði, álagi á jarðveg, vinnu bænda og eldsneyti sem notað er við flutning vörunnar. Allt þetta er til einskis.

En það hangir meira á spýtunni. Með því að binda enda á matvælatap og sóun er hægt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 8%. Það stuðlar að því að viðhalda fjölbreytni lífríkisins, eykur matvælaframboð og minnkar álag á umhverfið.

Alþjoðlegur dagur til vitundar um tap og sóun matvæla

Ekki nóg með það heldur bætir það hag jafnt framleiðenda, milliliða og neytenda. Af þessum söku er þema fyrsta alþjóðlega dagsins “Stöðvum matvælatap og sóun. Fyrir fólkið. Fyrir plánetuna”.

 COVID-19 hefur haft veruleg áhrif á aðfangakeðjuna frá býli að borði. Mikill skakkaföll hafa orðið á öllum sviðum vegna sóttkvía og lokunarráðstafana. fæðubirgðaakeðjuna í mörgum löndum. Framleiðendur og dreifendur hafa misst aðgang sinn að mörkuðum.  Á sama tíma hefur heimsfaraldurinn valdið óðagota-innkaupum þegar flemtri slegnir neytendur hafa hamstrað vöru. Oftar en ekki hefur hún skemmst á heimilum, en tómir stórmarkaðir hafa af þessum sökum ekki getað gefið matvæli á síðasta snúning til þurfandi fólks.

Við verðum öll að leggjast á eitt

 Að minnka matvælatap- og sóun er sameiginleg ábyrgð allra og samvinnu er þörf á mörgum sviðum.

Allir sem hlut eiga að máli í aðfangakeðjunni og matvælaiðnaðurinn verða að tileinka sér framúrskarandi fordæmi og nýsköpun til að draga úr tapi og sóun matvæla. Heild- og smásölum ber að láta meir af hendi rakna til matvælabanka og góðgerðarsamtaka.

Ríkisstjórnum og öðrum sem taka ákvarðanir ber að hvetja til nýjunga með markvissum fjárfestingum. Þá er mikilvægt að skapa ávinning af framlagi til baráttunnar. Þá er þýðingarmikið að neytendur séru upplýstir um hvernig best er að birgja sig upp af mat. Þeir þurfa að vera meðvitaðir um merkingar um síðasta söludag og hvað þær þðyða. Og auðvitað ættu allir að gefa óopnaða og góða vöru sem ekki er oskað eftir til góðgerðasamtaka.

Nánari upplýsingar:

  • Um matvælasóun sjá hér.
  • FAO: 9 ráð til að minnka matarsóun sjá hér. 
  • Um Alþjóðlega daginn sjá hér. 
  • Stefna íslenskra stjórnvalda sjá hér.
  • Látið í ykkur heyra á samfélagsmiðlum og notið þessi myllumerki: 

#FLWDay #FoodLoss #FoodWaste