Áætlanir um framleiðslu jarðefnaeldsneytisins í ósamræmi við loftslagsmarkmið

0
98
Marek Piwnicki/Unsplash

Samanlagðar áætlanir ríkisstjórna heims um framleiðslu jarðefnaeldsneytis fram til ársins 2030 fela í sér meir en tvöfalt meira magn en því sem samræmist að hlýnun jarðar haldist innan við  1.5°C.

Veeterzy/Unsplash

Þetta er niðurstaða úttektar leiðandi rannsóknarstofnana í heiminum og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP. Áætlanirnar gagna í berhögg við fyrirheit um metnaðarfyllri loftslagsaðgerðir og skuldbindingar um að ná kolefnisjafnvægi.

 Skýrslan um bilið á milli áætlana um framleiðslu eldsneytis og þess sem þarf til að ná markmiðunum í loftslagsmálum var fyrst gefin út 2019.

Þar er bilið mælt á milli áætlana ríkisstjórna um framleiðslu á kolum, olíu og gasi og þeirri hámarks-heimsframleiðslu sem gæti rúmast innan hlýnunarmarkmiða Parísarsamningsins.

Tveimur árum síðar er bilið á milli framleiðsluáætlana og loftslagsmarkmiða að mestu leyti óbreytt.

Aukning í olíu og gasi

Dan Meyers/Unsplash

Samanlagðar áætlanir ríkisstjórna heims fela í sér aukningu olíu- og gasframleiðslu en að örlítið verði dregið úr kolaframleiðslu. Samanlagt benda áætlanir og spár til þess að samanlögð framleiðsla á jarðefnaeldsneyti aukist þangað til að minnsta kosti til 2040 og því breikki bilið á milli framleiðslu og þess sem þarf til að ná loftslagsmarkmiðum.

„Skaðlegar afleiðingar loftslagsbreytinga eru öllum augljósar. Það er enn tími til að takmarka langtíma hlýnun jarðar við 1.5°C, en sá gluggi sem er opinn til að grípa til aðgerða, mun skjótt lokast,” segir Inger Andersen forstjóri UNEP, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

COP26 „Á Loftslagsráðstefnunni COP26 og í kjölfarið ber ríkisstjórnum heims að herða róðurinn og grípa til skjótra og tafarlausra aðgerða til að brúa bilið á milli jarðefnaeldsneytisframleiðslu og loftslagsmarkmiðanna og tryggja réttlæti og jöfnuð í umskiptunum. Þetta er það sem metnaður í loftslagsmálum krefst.“

„Niðurstaða úttektarinnar er ljós. Það verður að minnka kola, olíu og gasframleiðslu heimsins tafarlaust og skjótt til þess að hægt verði að halda hlýnun jarðar innan 1.5°C marksins,” segir  Ploy Achakulwisut aðalhöfundur skýrslunnar og vísindamaður við SEI, Umhverfisstofnunina í Stokkhólmi. „Þrátt fyrir þetta gera áætlanir ríkisstjórna heims ráð fyrir að halda áfram jarðefnaeldsneytisframleiðslu langt umfram það sem öruggt má teljast.“

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru meðal annars: 

  • Áætlanir ríkisstjórna heims fela í sér um það bil 110% meiri framleiðslu miðað við árið 2030 en samsvarar markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan 1.5°C marksins og  45% miðað við 2°C. Þetta bil er að mestu leyti óbreytt miðað við fyrri úttektir.
  • Áætlanir ríkisstjórna og spár gera ráð fyrir 240% meiri kolaframleiðslu, 57% meiri olíuframleiðslu og  71% meiri gasframleiðslu  2030 en samræmist því að halda hlýnun innan við 1.5°C.
  • Búist er við að gasframleiðslan aukist mest á árunum 2020 til 2040 miðað við áætlanir stjórnvalda. Þetta áframhald gasframleiðslu til lengri tíma litið er ósamræmanlegt markmiðum Parísarsamningsins.
  • Ríki haf veitt andvirði meir en 300 milljón milljóna í nýja fjármögnun jarðefnaeldsneytisverkefna frá því COVID-19 faraldurinn braust út. Það er meira en varið hefur verið til hreinnar orku.
  • Á hinn bóginn hafa opinberar, alþjóðlegar fjárveitingar 620 ríkja til framleiðslu jarðnefnaeldsneytis minnkað verulega, þar með talið fjárveitingar milliríkja-þróunarbanka.

Skýrslan var unnin af Umhverfisstofnuninni í Stokhólmi (Stockholm Environment Institute (SEI)),Alþjóðastofnun sjálfbærrar þróunar (International Institute for Sustainable Development (IISD)),  ODI, E3G, og UNEP. Rúmlega 80 vísindamenn tóku þátt í greiningu og yfirferð og tóku fjölmargir háskólar, hugveitur og rannsóknarstofnanir þátt í verkinu.

Sjá nánar hér.