Að vernda umhverfið

0
765

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (21) ??

UN 75

Eitt helsta verkefni Sameinuðu þjóðanna er að leita lausna á umhverfisvanda heimsins. Samtökin þjóna sem vettvangur til að leita samstöðu og komast að niðurstöðu í samningum.

Dæmi um það eru samningar um að sporna við þynningu óson-lagsins og setja reglur um eiturefnaúrgang. Einnig að takmarka ágang á skóga og vinna gegn útdauða dýrategunda og minnka loft-og vatnsmengun. Ef ekki er tekist á við þessi mál geta markaðir og hagkerfi ekki verið sjálfbærir til lengdar því gengið er á náttúrulegt auðmagn sem vöxtur og viðgangur mannkynsins byggist á.

UNEP

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) leiðir umhverfismál innan Sameinuðu þjóða-kerfisins. UNEP beitir sérþekkingu sinni til að efla umhverfis-staðla og starfshætti. Um leið greiðir hún fyrir því að skuldbindingum í umhverfismálum sé hrint í framkvæmd jafnt innan einstakra ríkja, heimshluta sem í heiminum öllum. Hlutverk UNEP er að veita forystu  og hvetja til samstarfs um umhverfisvernd með því að veita innblástur, upplýsingar og stuðla að því að þjóðir og einstaklingar bæti lífsgæði sín án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða.

Sjá nánar hér : https://www.un.org/un70/en/content/70ways/index.html