Að „afrugla” COP27: helstu hugtök loftslagsbreytinga

0
490

COP27.Loftslagsbreytingar. Umræða um loftslagsbreytingar styðst oft og tíðum við alls kyns skammstafanir og tæknileg hugtök. Til þess að auðvelda fólki að skilja umræðuna á COP27, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, 6.-18.nóvember hefur verið tekinn saman orðalisti með stuttum skýringum á helstu hugtökum.

Fyrst, fjögur þemu sem verða í brennidepli á COP27.

 

 • Aðlögun (Adaptation): aðlögun að loftslagsbreytingum felur í sér að aðlaga vistkerfi og félagsleg og efnahagsleg kerfi og hætti bæði vegna afleiðinga loftslagsbreytinga sem orðið hafa og þess skaða sem kann að verða.
 • Loftslagsfjármögnun: (Climate finance) gerir ríkjum kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því til dæmis að fjármagna endurnýjanlega orku á borð við vind- eða sólarorku.  Slíka fjármögnun má einnig nota til að aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.
 • Mildun (mitigation): þegar talað er um að milda loftslagsbreytingar er átt við allar aðgerðir eða viðleitni til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið í því skyni að hindra meiri hlýnun plánetunnar.   Mildunin getur falist í því að ráðast til atlögu við rót vandans, til dæmis með notkun nýrrar tækni endurnýjanlegra orkugjafa. Einnig með því að rækta skóga og hlúa að jarðvegi sem binda þessar lofttegundir.
 • Töp og tjón (damage and loss) samfara loftslagsbreytingum. Öfgaveðurfar og hægari veðurfarsþróun í þróunarríkjum sem eru sérstaklega útsett fyrir neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga.

Orðalisti í stafrófsröð:

A

 • Aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga (e. climate change adaptation): Sú vinna að undirbúa samfélög, fólk, kerfi og náttúru undir áhrif loftslagsbreytinga með það að leiðarljósi að lágmarka tjón vegna afleiðinga þeirra. Einnig oft nefnt aðlögun (e. adaptation) til styttingar í orðræðu um loftslagsbreytingar. Sjá einnig hér.
 • Áhrif (e. impacts): Þegar fyrirbæri, í þessu tilviki loftslagsbreytingar, veldur breytingum eða breyttum skilyrðum fyrir líf manna og lífvera, heilsu, vistkerfi, efnahag, samfélög, menningu, þjónustu eða innviði. Einnig talað um afleiðingar.

C

 • COP: COP er stytting á enska heitinu „Conference of the Parties“ eða ráðstefna aðildarríkja og er þar vísað til alþjóðlegra samninga, annars vegar um loftslagsmál og hins vegar fjölbreytni lífríkisins. Sameinuðu þjóðirnar skipuleggja ráðstefnurnar en þátttakendur eru háttsettir fulltrúar ríkja, staðbundinna samtaka og frjálsra félagasamtaka.  Sjá nánar hér.

Best þekkta COP-ráðstefnan snýst um loftslagsmál. Þar hittast að máli aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, (UNFCCC):  Slíkar ráðstefnur eru haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna ýmist árlega eða annað hvort ár í mismunandi ríkjum.

 • COP27: 27.ráðstefna aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í Sharm-el-Sheikh í Egyptalandi 6.-18.nóvember 2022.

G

 • Gróðurhúsaáhrif: Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Sú lofttegund sem leikur hér lykilhlutverk er koltvíoxíð (CO2). Lofttegundirnar virka eins og gróðurhús þar sem þær halda varmanum innan lofthjúpsins svipað og loft og gler í gróðurhúsi heldur varmanum inni þó að húsið sé ef til vill ekki hitað upp sérstaklega, segir á Vísindavef Háskóla Íslands.
 • Landsmarkmið: (Nationally Determined Contributions, NDCs): Aðildarríkjum Parísarsamningsins um loftslagsbreytingar bar að tilkynna um samdrátt í losun til ársins 2030. Krafa er á aðildarríki Parísarsamningsins um að uppfæra framlög sín gagnvart samningnum á fimm ára fresti með tilliti til nýjustu vísindarannsókna.
 • Líffræðilegur fjölbreytileiki er það hugtak sem lýsir breytileika vistkerfa (náttúruauðs), tegundum og gena í heiminum eða á ákveðnu búsvæði. Hugtakið varð fyrst almennt meðal náttúruverndarsinnar og innan vernduranrlíffræði á 9.áratug 20.aldar. Einnig er talað um fjölbreytni lífríkisins.

L

 • Loftslag: dæmigert veðurfar á tilteknu svæði á ákveðnum tíma, ekki skemur en í 20-30 ár.
 • Loftslagsbreytingar (e. climate change): Breytingar á vistkerfum vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sem veldur hækkuðu hitastigi á heimsvísu 59 Að búa sig undir breyttan heim Janúar 2020 og súrnun sjávar. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru nefndar loftslagsbreytingar af mannavöldum (e. anthropogenic climate change) vegna þess að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum er lykilþáttur í stærðargráðu þeirra. Önnur algeng samheiti eru hlýnun jarðar (e. global warming; global heating), hamfarahlýnun jarðar og algeng stytting þess hugtaks, hamfarahlýnun.
 • Loftslagsfjármögnun: (Climate finance) gerir ríkjum kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því til dæmis að fjármagna endurnýjanlega orku á borð við vind- eða sólarorku. Slíka fjármögnun má einnig nota til að aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.
 • Loftslagsvá (e. climate hazards): Þau fyrirbrigði sem geta vegna áhrifa loftslagsbreytinga valdið álagi og röskun fyrir samfélagið eða svonefndu loftslagstengdu tjóni eða í öfgafullum tilvikum loftslagshamförum (e. climate disasters) ef tilteknar afleiðingar skapa neyðarástand
 • Loftslagsréttlæti: Loftslagsbreytingar hafa mismikil áhrif á fólk eftir stöðu þeirra í samfélaginu, þar sem búseta, kyn, kyngervi, kynhneigð, kynþáttur, litarháttur, aldur, efnahagur og aðrir þættir gegna mikilvægu hlutverki. Hugtakið loftslagsréttlæti gefur til kynna að loftslagsmál eru ekki bara umhverfismál, heldur verður baráttan við loftslagshamfarir alltaf að taka mið af mannréttindum, félagslegu réttlæti og jafnrétti kynja. Sjá nánar: Landvernd – Hvað er loftslagsréttlæti
 • Loftslagsþol (e. climate resilience): Samansafnaður viðnámsþróttur samfélags eða hluta þess gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga. Einnig má nota hugtakið í formi lýsingarorðs og segja að eitthvað sé loftslagsþolið, t.d. aðgerðir eða mannvirki þegar þau búa að nægum viðnámsþrótti með tilliti til sviðsmynda um möguleg áhrif loftslagsbreytinga. Keimlíkt hugtak er aðlögunargeta (e. adaptation capacity) og þá með tilliti til samfélaga, kerfa eða náttúru. Þegar aðlögun er snar þáttur í heildarskipulagsstefnu samfélags er hægt að tala um loftslagsþolið skipulag eða loftslagsþolna þróun eða áætlanagerð (e. climate resilient development). Þá er einnig talað um loftslagsþol innviða, þ.e. loftslagsþolna innviði (e. climate resilient infrastructure).

M

 • Mannöld (Anthropocene): er síðasta tímaskeið jarðfræði jarðar. Það markast af því að maðurinn er orðin voldugasta dýrategundin og hefur umtalsverð áhrif á loftslag og vistkerfi jarðar. Aukning áhrifa mannsins hefur markað skörp skil við nútimaskeiðið (síðustu 10 þúsund ár) sem einkenndist af hlutfallslegum stöðugleika.
 • Mildun(mitigation): þegar talað er um að milda loftslagsbreytingar er átt við allar aðgerðir eða viðleitni til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið í því skyni að hindra meiri hlýnun plánetunnar.   Mildunin getur falist í því að ráðast til atlögu við rót vandans, til dæmis með notkun nýrrar tækni endurnýjanlegra orkugjafa. Einnig með því að rækta skóga og hlúa að jarðvegi sem binda þessar lofttegundir.
 • Mótvægisaðgerðir (e. mitigation measures): Loftslagsaðgerðir með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið eða fjarlægja þær úr andrúmsloftinu.
 • Náttúrulegar lausnir (e. nature-based solutions): Aðlögun sem byggist á náttúrulegum ferlum líkt og náttúrulegum vatnsfarvegum eða öðrum landslagsþáttum. Slíkar náttúrulegar lausnir eða náttúrulegar aðlögunaraðgerðir eru einnig nefndar grænir innviðir í samhengi borgarskipulags. 60 Að búa sig undir breyttan heim Janúar 2020
 • Vindmyllur
  Mynd: Jason Blackeye/Unsplash

O

 • Orkuskipti : Undir orkuskipti falla aðgerðir til að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa orkubúskap.

S

 • Sviðsmyndir (e. scenarios): Texti, töflur eða skýringarmyndir sem sýna möguleg áhrif loftslagsbreytinga yfir ákveðin tímabil ásamt líkum á raski, á tjóni vegna rasks og líklegri stærðargráðu tjóns.
 • Sjálfbær þróun: Orðasambandið sjálfbær þróun er þýðing á enska orðasambandinu sustainable development. Í skýrslunni Okkar sameiginlega framtíð (Our Common Future), sem samin var árið 1987 undir forystu Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs, var hugtakið fyrst skilgreint:

Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Sjá nánar hér á Vísindavef Háskóla Íslands.

T

 • Töp og tjón (damage and loss) samfara loftslagsbreytingum. Öfgaveðurfar og hægari veðurfarsþróun í þróunarríkjum sem eru sérstaklega útsett fyrir neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga.  Öfgaveðurfar og hægari veðurfarsþróun í þróunarríkjum sem eru sérstaklega útsett fyrir neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga.
 • Tjónnæmi (e. vulnerability): Staða eða fyrirkomulag sem gefur til kynna ákveðnar líkur á tjóni, þ.e. lítið tjónnæmi innviða lýsir fyrirkomulagi þar sem litlar líkur eru á tjóni ef atburðir á sviðsmyndum eiga sér stað. Að einhverju leyti gæti berskjöldun, veikleiki eða húf gagnast betur sem þýðing á enska hugtakinu.

V

 • Viðnámsþróttur (e. resilience): Geta til að takast á við áhrif, t.d. ýmist veðurtengt álag. Einnig nefnt þol eða seigla.
 • Vistkerfi: Orðið vistkerfi er notað um hóp af lífverum og umhverfi þeirra sem afmörkuð heild.

Þegar annars er ekki getið er yfirleitt byggt á orðalista í Skýrslu Loftslagsráðs, Að búa sig undir breyttan heim. Aðlögun vegna loftslagsvár í ljósi stefnumótunar og stjórnarhátta.