COP15 og COP26: af hverju öll þessi COP?

0
726
Fjölbreytni lífríkisins og loftslagsbreytingar
UNSPLASH

Nú í haust eru tvær ráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna undir heitinu COP, að viðbættum mismunandi númerum, COP15 og COP26. Hvað þýðir þetta og fyrir hvað standa númerin?

COP er stytting á enska heitinu „Conference of the Parties“ eða ráðstefna aðildarríkja og er þar vísað til alþjóðlegra samninga, annars vegar um loftslagsmál og hins vegar fjölbreytni lífríkisins. Sameinuðu þjóðirnar skipuleggja ráðstefnurnar en þátttakendur eru háttsettir fulltrúar ríkja, staðbundinna samtaka og frjálsra félagasamtaka.

Loftslag- COP

COP26Best þekkta COP-ráðstefnan snýst um loftslagsmál. Slíkar ráðstefnur eru haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna ýmist árlega eða annað hvort ár í mismunandi ríkjum. Parísarsamingurinn um loftslagsaðgerðir 2015 var þannig samþykktur á COP21 í Frakklandi 2015.

Markmið samningsins eru að halda hlýnun jarðar vel innan við 2 gráður á Celsius, helst 1.5, miðað við fyrir iðnbyltingu.

COP15 í París var 21.ráðstefnan um loftslagsmál og var því auðkennd með „21“. Í lok mánaðarins, 31.október 2021, hefst svo árlega ráðstefnan sú 26.í röðinni, COP26 í Glasgow.

Fjölbreytni lífríkisins – COP  

Önnur ráðstefna aðildarríkja „Conference of the Parties“ er svo haldin um fjölbreytni lífríkisins. Þar hittast aðildarríki Sáttmála um fjölbreytni lífríkisns. Þessir „COP“ fundir eru  haldnir annað hvert ár.  COP15 um fjölbreytni lífríkisins er nýhafin, 11.október, í Kunming í Kína.

Fjölbreytni lífríkisinsSamingurinn sem hér um ræðir var undirritaður af 150 oddvitum ríkja á Leiðtogafundi Jarðar 1992 í Ríó. Hann hefur nú verið staðfestur af 195 ríkjum, auk Evrópusambandsins, en hvorki af Bandaríkjunum né Páfagarði.

15.fundur aðilarríkjanna, COP15, er vettvangur umræðna um rammaaðgerðir til að hlúa að fjölbreytni lífríksins eftir 2020. Ráðstefnunni hefur tvívegis verið slegið á frest vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Hún mun fara fram í tveimur hlutum Fyrsti hlutinn fer að mestu leyti fram með fjarfundarbúnaði nú í október en síðari hlutinn  með hefðbundnara sniði 25.apríl til 8.maí 2022 í Kunming.

Markmiðið er að verndun lífríkisins verði metin til jafns við loftslagsmál. Þetta helst í hendur því heilbrigð vistkerfi eru færari um að fanga kolefni. Að sama skapi dregur minni hlýnun jarðar úr brotthvarfi tegunda.

Hveru eru tengslin milli „COP“anna?

Hingað til hafa ráðstefnurnar verið haldnar óháð hvor annari. Hins vegar telja sífellt fleiri að nauðsynlegt sé að leita loftslagslausna sem sameini þessar tvær víddir.

„Þarna er á ferðinni samofin vá og því nauðsynlegt að takast á við þær í einu vetfangi,“ segir  Elizabeth Maruma Mrema forstjóri stofnunar Sameinuðu þjóðanna um fjölbreytni lífríkisins.

Það er kannski til að æra óstöðugan en þetta eru ekki einu ráðstefnur undir heitinu COP á vegum Sameinuðu þjóðana. Þegar á næsta ári er COP ráðstefna, sú 15. í röðinni um eyðimerkurmyndun.

Sjá nánar upplýsingablöð UNRICs um fjölbreytni lífríkisins og loftslagsmál