Að auka læsi og bæta menntun

lesa

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (3)??

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Gæðamenntun er grundvöllur sjálfbærrar þróunar. Fyrir utan að auka lífsgæði færir aðgangur að menntun sem öllum stendur til boða, heimamönnum á hverjum stað vopn í hendur. Þeir eru þá færari um að þróa skapandi lausnir til að leysa heimsins stærstu vandamál.

Fleiri en 265 milljónir barna ganga nú ekki í skóla og af þeim eru 22% á barnaskólaaldri.

Framfarir

Þar að auki skortir stundum börn sem þó sækja skóla, grundvallar lestrar-og reiknikunnáttu. Síðastliðinn áratug hafa orðið miklar framfarir og aðgengi aukist að menntun á öllum stigum um heim allan. Fleiri eiga nú kost á skólagöngu og munar þar ekki síst um aukinn fjölda stúlkna og kvenna sem setjast á skólabekk. Lestarkunnátta hefur batnað stórkostlega, en þó er verulegs átaks þörf til að þeim framförum verði náð sem kveðið er á um í markmiðum á sviði mennta innan Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.

Sem dæmi má nefna að nú njóta álíka margar stúkur og drengir grunnskólamenntunar en sömu sögu er hins vegar aðeins af fáum ríkjum að segja af menntun þegar lengra er náð og á öllum stigum náms.

Menntun fyrir alla
Menntun fyrir alla er eitt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Ástæður þess að víða skortir mikið upp á framboði á gæðamenntun er skortur á velþjálfuðum kennurum, slæmar aðstæður í skólum og sérstaklega hallar á börn í dreifbýli.

Fjárfestinga þörf

Fjárfestinga er víða þörf til að tryggja að börn fátækra fjölskyldna njóti tækifæra til að fá gæðamenntun. Bjóða þarf upp á námsstyrki, bæta þjálfun kennara ,byggja skóla og tryggja að þeir hafi vatn og rafmagn.

Gæðamenntun er eitt þeirra atriða sem kveðið er sérstaklega á um í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun í markmiði #4 um menntun fyrir alla, en þar segir að tryggja skuli jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.

Sjá nánar um gæðamenntun hér: https://www.un.org/sustainabledevelopment/education/

MótumFramtíðOkkar #UN75 #Heimsmarkmið4