Að bæta aðbúnað launþega

0
699
Alþjóða vinnumálastofnunin
ILO, Alþjóða vinnumálastofnunin, er síðasta stofnunin sem á rætur að rekja til Versalasamningsins.

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (46) ??

Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) hefur sett viðmið og samþykkt alþjóðleg grundvallaratriði og réttindi vinnandi fólks. Þar á meðal má nefna félagafrelsi, rétt til að semja sameiginlgega um kaup og kjör og banni við þvingaðri vinnu, barnavinnu og mismunun á vinnustað. Kjarnastarf ILO snýst um atvinnuvernd, félagslega vernd í þágu allra og félagslega samræðu á milli vinnuveitenda og launþega og ríkisstjórna.

SÞ75 logo

Í þessu skyni hefur ILO fjögur grundvallarmarkmið að leiðarljósi:

  • Að efla staðla, grundvallarsjónarmið og réttinn til vinnu.
  • Að skapa aukin tækifæri fyrir konur og karla til að stunda sómasamlega vinnu
  • Að auka og bæta félagslega vernd í allra þágu.
  • Að styrkja tengsl launþega, atvinnurekenda og stjórnvalda og stuðla að félagslegri samræðu.

ILO var stofnað 1919 og er eins stofnunin sem enn er starfandi sem á rætur að rekja til Versalasamningsins en hann lá til grundvallar stofnun Þjóðabandalagsins. Árið 1946 varð Alþjóða vinnumálastofnunin stofnun innan Sameinuðu þjóðanna. Árið 1969 hlaut ILO friðarverðlaun Nóbels fyrir framlag sitt til eflingar félagslegs réttlætis.

Sjá nánar um ILO og fjarvinnu hér 

MótumFramtíðOkkar #UN75