A-Ö Efnisyfirlit

Að bæta aðbúnað launþega

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳

Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) hefur sett viðmið og samþykkt alþjóðleg grundvallaratriði og réttindi vinnandi fólks, þar á meðal um félagafrelsi, rétt til að semja sameiginlgega um kaup og kjör og banni við þvingaðri vinnu, barnavinnu og mismunun á vinnustað. Kjarnastarf ILO snýst um atvinnuvernd, félagslega vernd í þágu allra og félagslega samræðu á milli vinnuveitenda og launþega og ríkisstjórna.

SÞ75 logo

Í þessu skyni hefur ILO fjögur grundvallarmarkmið að leiðarljósi:

  • Að efla staðla, grundvallarsjónarmið og réttinn til vinnu.
  • Að skapa aukin tækifæri fyrir konur og karla til að stunda sómasamlega vinnu
  • Að auka og bæta félagslega vernd í allra þágu.
  • Að styrkja tengsl launþega, atvinnurekenda og stjórnvalda og stuðla að félagslegri samræðu.

ILO var stofnað 1919 og er eins stofnunin sem enn er starfandi sem á rætur að rekja til Versalasamningsins en hann lá til grundvallar stofnun Þjóðabandalagsins. Árið 1946 varð Alþjóða vinnumálastofnunin stofnun innan Sameinuðu þjóðanna. Árið 1969 hlaut ILO friðarverðlaun Nóbels fyrir framlag sitt til eflingar félagslegs réttlætis.

Sjá nánar hér: https://www.ilo.org/global/lang–en/index.htm

MótumFramtíðOkkar #UN75

Fréttir

Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Annars vegar Inúitar á Grænlandi og hins vegar Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi teljast til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi og sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

SÞ taka virkan þátt í hjálparstarfi í Líbanon

Sameinuðu þjóðirnar vinna náið með yfirvöldum í Líbanon við að takast á við afleiðingar...

Tími kominn til að binda enda á kjarnorkuvána

Þess er minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að 75 ár eru liðin frá kjarnorkuárásunum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Í myndbands-ávarpi í dag vottaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fórnarlömbum árásanna virðingu sína og lauk lofsorði á eftirlifendur og baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum.

Þurfum meira á menntun að halda en nokkru sinni...

Skólar voru lokaðir í 160 ríkjum um miðjan síðasta mánuð og meir en 1 milljarður námsmanna naut ekki kennslu vegna COVID 19 faraldursins. „COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér mestu truflun í sögu menntunar,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann fylgdi úr hlaði stefnumótunarskýrslu um stöðu  mennntunar á tímum faraldursins.

Álit framkvæmdastjóra