Að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi

0
623

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (38) ??

SÞ75 logoGlæpastarfsemi þvert á landamæri grefur undan sjálfbærri þróun og fjölmörgum Heimsmarkmiðanna um Sjálfbæra þróun. Nægir að nefna frið og öryggi, réttarríki, hagvöxt, jöfnuð og nýtingu auðlinda hvers ríkis.

Alþjóðleg glæpastarfsemi er margslungin í eðli sínu og þrífst á ólíkum sviðum.

Hún grefur ekki aðeins undan réttarríkinu og góðum stjórnarháttum heldur einnig nýtingu auðlinda. Það gerir hún með peningaþvætti, spillingu og öðrum efnahagsglæpum sem hafa áhrif á fjármálastefnu.

UNODC

Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni og glæpi (UNODC) vinnur með ríkjum og stofnunum að því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi þvert á landamæri. Hún veitir lagalega og tæknilega aðstoð til að berjast gegn spillingu, peningaþvætti, eiturlyfjasmygli, mansali farandfólks auk þess að styðja við bakið á réttarkerfi.

UNODC leggur hönd á plóginn í baráttu gegn hryðjuverkum. Hún gegnir forystuhluterk í baráttu gegn alþjóðlegu mansali. Ásamt Alþjóðabankanum leitast skrifstofan við að endurheimta eignir sem spilltir leiðtogar hafa skotið undan. Þá hefur UNODC átt stóran þátt í samþykkt og framkvæmd alþjóðlegra sáttmála. Nefna má Sáttmála SÞ gegn spillingu og gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi.