Að berjast gegn rangfærslum á netinu

0
663
75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Milljónir manna um allan heim hafa svarið þess eið að staldra við andartak áður en dreift er efni á samfélagsmiðlum. Herferðinni #PledgetoPause – Við lofum að bíða- er ætlað að auka vitund fólks um hvaða efni er í dreifingu á netinu. Með því að hvetja fólk til að staldra við er vonast til að draga úr röngum og villandi upplýsingum, ekki síst um COVID-19.

SÞ75 logo

 

Oddvitar ríkja, heilbrigðisstarfsmenn, tónlistar- og vísindamenn eru í hópi þeirra hafa gengið fram fyrir skjöldu með þessum hætti.

Verified

Þessi herferð er hluti af Verified frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðila þeirra. Það snýst um að koma á framfæri upplýsingum sem oft og tíðum geta bjargað mannslífum. Áhersla er á efnis em byggir á staðreyndum og segja sögur af því besta í fari mannkynsins.


Nú á okkar dögum þegar heimsbyggðin sendur frammi fyrir einu tröllauknasta verkefni í manna minnum hefur þörfin á nákvæmum staðreyndum upplýsingum aldrei verið meiri.

Eins og COVID-19 veiran sjálf berast rangar- og villandi upplýsingar á milli fólks. Þær geta verið ógn við heilsu fólks og verið olía á eld ótta og sundrungar. Heimurinn getur ekki haft stjórn á faraldrinum og áhrifum hans án aðgangs að trúverðugum nákvæmum upplýsingum. Nauðsyn krefur að  vísindi og raunverulegar lausnir séu höfð í hávegum. Að ekki sé minnst á þörfina á samstöðu innan og á milli ríkja.

Að deila Verified

Venulegt fólk getur lagst á árarnar með því að gerast sjálfboðaliðar til að dreifa efni Verified um COVID-19 til vina og vandamanna, vinnufélaga og tengiliða á samfélagsmiðlum. Markmiðið er að bregðast við röngum upplýsingum og bjarga hugsanlega mannslífum.

Sjá nánar hér.