Til höfuðs veldi tilfinninganna á samfélagsmiðlum

0
666
Pause Verified

Rangar og misvísandi upplýsingar valda miklum skaða í heiminum í dag. Þær höfða til og misnota tilfinningar okkar og þrífast á veikleikum okkar. Þeim er ætlað að véla okkur til að vera hluti af atburðarrás sem getur skaðað okkur öll.

Rangfærslur um COVID-19 grafa undan getu okkar til að takast á við heimsfaraldurinn í sameiningu og tryggja öryggi fólks. Við viljum gefa fólki tækifæri til að ná vopnum sínum í þessari baráttu og leggja baráttunni gegn slíkum rangfærslum lið.

Verified Pause400 milljónir á viku

Fyrr í sumar 30.júní hleyptu Sameinuðu þjóðirnar af stokkunum herferð innan vébanda “Verified” átaksins. Herferðinni “Staldraðu við áður en þú deilir” (“Pause, Take Care Before You Share”) https://unric.org/is/staldradu-vid-adur-en-thu-deilir/ var ætlað að fá fólk til að deila ekki efni á samfélagsmiðlum umhugsunarlaust. Hún náði til 400 milljóna manna á einni viku.

Við getum ekki látið staðar numið. “Verfied” ætlar að hamra járnið meðan það er heitt og frá 21.október til ársloka er ætlunin að ná til milljarða til viðbótar og bjarga mannslífum.

Viðhorfsbreyting getur bjargað mannslífum

Herferðin #PledgetoPause eða „heitum að staldra við“ er ekki hefðbundið átak um fjölmiðlalæsi. Henni er ætlað að sá frækornum nýrrar hegðunar þegar deilingu efnis á samfélagsmiðlum er annars vegar.

Hún snýst um að sannfæra fólk um að hugsa sig um tvisvar áður en það ýtir á takka og deilir upplýsingum.

  1. Rangfærslur geta orðið til að tilfinningar beri skynsemina ofurliði. Með því að taka sér smá-pásu – staldra við – dvínar veldi tilfinninganna.
  2. „Staldrið” eða stutt pása eflir rökhugsunina og gefur fólki ráðrúm til að velta vöngum yfir upplýsingunum og sjá hvort hér er hugsanlega um rangfærslur að ræða.

Takið þátt í herferðinni með því að sverja þess heit að staldra við og nota myllumerkið

#PledgetoPause.

Hjálpið okkur að vernda milljónir manna frá skaðlegum áhrifum rangra upplýsinga með því að deila þessum boðskap frá og með 21.október.

Nánari upplýsingar: https://www.shareverified.com/en