Að berjast við HIV/Alnæmi

0
672
Alnæmi SÞ
UNAIDS hefur haft forystu í baráttunni gegn HIV/Alnæmi frá 1996.

?? 75 ára afmæli– 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (16) ??

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Frá því fyrstu HIV smit greindust fyrir 35 árum, hafa 78 milljónir smitast af HIV og 35 milljónir látist úr alnæmis-tengdum veikindum.

Frá því Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNAIDS, var stofnuð 1996 hefur stofnunin veitt forystu í baráttunni gegn Alnæmi.

UNAIDS samhæfir aðgerðir á heimsvísu gegn faraldrinum og njóta 35 milljónir góðs af starfinu. Stofnunin lætur til sín taka í meir en 80 ríkjum til þess að tryggja almennan aðgagn að vörnum gegn HIV og meðferðarúrræðum. Auk þess er markmimð hennar að draga úr því hve berskjjölduð einstaklingar og samfélg eru og minnka áhrif faraldursins. UNAIDS fylkir liði sérfræðinga frá 11 aðildarsamtökum innan Sameinuðu þjóðanna.  .

UNAIDS veitir forystu í stefnumörkun, er málsvari, samhæfir og veitir tæknilega aðstoð til að leysa úr læðingi forystuafl ríkisstjórna, einkageirans og samfélaga til að veita þjónustu sem bjargar mannslífum. Án UNADS væri engin sameiginleg baráttuaðferð gegn Alnæmæi á heimsvísu.

Sjá nánar hér: https://www.unaids.org/en/whoweare/about

MótumFramtíðOkkar  #UN75