Alnæmis-laus heimur fyrir 2030

0
514
AIDS 01 ZAM 200306 WFP Vince Dewitt 0001

AIDS 01 ZAM 200306 WFP Vince Dewitt 0001

1.desember 2015. HIV smiti og dauðsföllum vegna alnæmis hefur fækkað gríðarlega frá því hámarki var náð 2004.

Alþjóða alnæmisdagurinn er í dag.  

Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum alnæmis en nú er stefnt að því að ganga á milli bols og höfuðs á faraldrinum ekki síðar en 2030.

17.1 milljónir eru smitaðar af HIV en vita ekki af því, að sögn alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóðanna UNAIDS.

Árið 2014 smituðust um 2 milljónir manna og 1.2 milljónir létust af sjúkdómum tengdum alnæmi. Þá hafa dauðsföll ungmenna af völdum af völdum alnæmis þrefaldast á síðustu fimmtán árum, að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi dauðsfalla hefur ekki fækkað á meðal ungmenna, og er það eini aldurshópurinn þar sem dauðsföllum fækkar ekki.