A-Ö Efnisyfirlit

Að draga úr skaða af völdum náttúruhamfara

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳

75 ára afmæli SÞ

Mannfall og efnahagsleg skakkaföll vegna náttúruhamfara eru mikill þrándur í götu sjálfbærrar þróunar. Hægt er minnka skaðann á ýmsan hátt. Þýðingarmikið er að sérmenntað fólk geti spáð fyrir og leiðbeint á skiljanlegu máli um hvernig bregðast skuli við atburðum áður en þeir verða að hamförum. Með því móti er hægt að minnka mannfall og eignaspjöll.

Fyrir hvern einn Bandaríkjadal sem fjárfestur er í því að draga úr hættu á skaða, koma andvirði sjö dala tilbaka vegna minna efnahagslegs tjóns. Þetta er góð fjárfesting.

Starf Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO) í áhættuminnkun fer fram í nánu samstarfi við aðrar alþjóðlegar-, svæðisbundnar- og innalandsstofnanir.

WMO stillir saman strengi veðurfræði- og vatnamælingastofnana í heiminum í því skyni að draga úr mannfalli og eignatjóni með bættum spám og viðvörunum, auk áhættumats og vitundarvakningar á meðal almennings.

Alþjóða veðurfræðistofnunin hefur átt þátt í að bjarga milljónum mannslífa frá því að verða bæði náttúrulegum hamförum að bráð og hamförum af mannavöldum. Forspárkerfi stofnunarinnar byggir á upplýsingum mælitækja á yfirborðinu, auk gervitungla. Það gerir stofnuninni kleift að spá fyrir um veðurtengdar hamfarir með sífellt meiri nákvæmni. En hún hefur einnig getað spáð fyrir um dreifingu olíu-, eiturefna-, og kjarnorkuleka, auk þess að spá fyrir um langtíma þurrka. Þetta hefur greitt fyrir dreifingu matvæla til svæða þar sem þurrkar hafa herjað.

MótumFramtíðOkkar   #UN75

Fréttir

Til heiðurs lungum jarðar

Hafið er okkur uppspretta fæðu, lífsviðurværis og þjónar samgöngum og viðskiptum jarðarbúa. Og sem lungu...

Hálfur milljarður í bóluefni gegn COVID-19

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur tilkynnt um framlag Íslands til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja...

Að efla réttindi kvenna

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳 Jafnrétti...

Náttúran er að senda okkur skýr skilaboð

COVID-19 faraldurinn er alvarleg áminning til okkar allra um að hlúa að nátturunni og...

Álit framkvæmdastjóra