Veðurfræðistofnun SÞ (WMO)

0
580

Sér fyrir endann á kuldakasti

Cold Geneva

Bakkar Genfarvatns í klakaböndum. SÞ-mynd: Jean-Marc Ferré

9. febrúar. Brunakuldinn sem herjað hefur á Evrópu undanfarna viku mun fara rénandi frá og með næstu viku, að sögn háttsetts embættismanns hjá Alþjóða Veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna, WMO. Omar Baddour, yfirmaður veðurspárathugana segir að búast megi við að slakni á svokallaðri “neikvæðu Heimskautasveiflunni” og hlutlausari ástand taki smám saman við, á næstu tveimur til þremur vikum.

Kuldakastið hefur kostað um 300 manns lífið.

Þessi heimskautasveifla hefur haft í för með sér að kólnað hefur á meginlandi Evrópu en hlýnað á norðurslóðum. “Þannig að byggt á þessu, má búast við, þótt ekki sé það algjörlega öruggt, að kuldakastið taki smám saman enda frá og með næstu viku og til mánaðamóta,” sagði hann. Einstakur kuldi hefur mælst víða um meginland Evrópu undanfarna viku og hefur kaldast verið í Úkraínu, Póllandi, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Lettlandi. Töluverð snjókoma hefur einnig verið og hefur snjóað allt suður til Alsírs og einnig á suður-Ítalíu. Engu að síður hafa engin met verið slegin nema á stöku stað að sögn WMO.

“Það er athyglisvert hversu lengi kuldaskeiðið hefur staðið, hversu seint þessi hvellur kemur og hve stórt svæðið er. Þetta er þó ekki einsdæmi.” WMO segir að mjög stöðugt háþrýstisvæði sem rekja má til Síberíu hafi skotið rótum um miðjan janúar og beint köldu lofti inn á meginlandið og hindrað um leið ferð mildara lofts og storma af hafi, frá að komast frá Atlantshafi og austur yfir Evrópu.