A-Ö Efnisyfirlit

Að efla iðnþróun í heiminum

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳

Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNIDO) er tengiliður í iðnaðarsamvinnu ríkja í norðri og suðri og á milli þróunarríkja.

UN 75

Hún eflir frumkvöðlastarfsemi, greiðir fyrir fjárfestingum, tækniflutningi og skilvirkni og sjálfbærri iðnþróun. Þá liðsinnir hún ríkjum við að hafa stjorn á heimsvæðingu og draga úr fátækt.

1.apríl 2019 voru 170 ríki aðilar að UNIDO.

Helstu forgangsmál UNIDO eru:

  • Að efla efnahagslega samkeppnishæfni.
  • Að vernda umhverfið.
  • Að efla þekkingu og stofnanir.

UNIDO hefur stóraukið tækniþjónustu sína á liðnum áratug. Þá hafa fjárhagsleg úrræði hennar aukist, sem er til marks um alþjóðlega viðurkenningu á getu stofnunarinnar til að veita skilvirka þjónustu í þágu iðnþróunar.

MótumFramtíðOkkar #UN75

 

Fréttir

11 mynd-dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum

Á hverju ári birta Sameinuðu þjóðirnar topp tíu lista yfir dæmi um verk sem samtökin telja brýnust í starfinu en í ár - á 75.afmælisári samtakanna hefur einu verið bætt við: baráttuna gegn COVID-1 faraldrinum.

#BLM: VIð endurritum ekki söguna en getum framvegis orðið...

Mótmælin gegn kynþáttahatri og kynþáttahyggju og Norðurlöndin.

COVID-19 kreppan er heiminum þörf áminning

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ef allt fari á versta veg og...

Taktu þér pásu áður en þú deilir

Rangfærslur, hatursorðræða og gervifréttir haga sér eins og veira. Þessi fyrirbæri leita að veikum blettum á okkur. Hlutdrægni okkar. Fordómum okkar. Tilfinningum okkar. Og rétt eins og þegar veirur eiga í hlut er öflugasta leiðin til að stöðva villandi upplýsingar er að stöðva útbreiðslu þeirra. 30.júní mun herferð Sameinuðu þjóðanna “Staðreynt (Verified)” leitast viðað fylkja liði fólks um allan heim og biðja það um að taka afstöðu gegn rangfærslum með því að taka sér „pásu” – staldra við.

Álit framkvæmdastjóra