A-Ö Efnisyfirlit

Að efla iðnþróun í heiminum

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳

Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNIDO) er tengiliður í iðnaðarsamvinnu ríkja í norðri og suðri og á milli þróunarríkja.

UN 75

Hún eflir frumkvöðlastarfsemi, greiðir fyrir fjárfestingum, tækniflutningi og skilvirkni og sjálfbærri iðnþróun. Þá liðsinnir hún ríkjum við að hafa stjorn á heimsvæðingu og draga úr fátækt.

1.apríl 2019 voru 170 ríki aðilar að UNIDO.

Helstu forgangsmál UNIDO eru:

  • Að efla efnahagslega samkeppnishæfni.
  • Að vernda umhverfið.
  • Að efla þekkingu og stofnanir.

UNIDO hefur stóraukið tækniþjónustu sína á liðnum áratug. Þá hafa fjárhagsleg úrræði hennar aukist, sem er til marks um alþjóðlega viðurkenningu á getu stofnunarinnar til að veita skilvirka þjónustu í þágu iðnþróunar.

MótumFramtíðOkkar #UN75

 

Fréttir

Þar sem plastið endar

Það segir sína sögu að þekktasta bókin í seinni tíð um Kolgrafarvík heitir „Þar...

Geirfuglinn: kennslustund í sögu um fjölbreytni lífríkisins

Veraldarleiðtogar eru í dag krafðir reikningsskila á sérstökum leiðtogafundi þegar „brýnar aðgerðir um fjölbreytni...

Ísland lagði áherslu á mikilvægi fjölþjóðasamvinnu

Mikilvægi fjölþjóðasamvinnu var meginstefið í ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna...

Á meðan heimurinn sveltur fer þriðjungur matvæla í ruslið

Þriðjungi matvæla í heiminum er sóað á sama tíma og hungur hefur varið vaxandi...

Álit framkvæmdastjóra