Að gera hið ósýnilega sýnilegt

0
382
Mynd: Amit Lahav/Unsplash

 Alþjóðlegi klósettdagurinn. 3.6 milljarðar jarðarbúa lifa án þess að hafa aðgang að fullnægjandi salerni. Þetta hefur skaðleg áhrif á heilsuna og veldur umhverfismengun. Ófullnægjandi hreinlætisaðstaða hefur í för með sér að skolp rennur í ár, vötn og jarðveginn og mengar grunnvatnið. Alþjóðlegi klósettdagurinn er haldinn 19.nóvember ár hvert.
 
Brýnt er að hvert mannsbarn hafi aðgang að klósetti sem tengt er frárennsli sem fjarlægir og hreinsar skolpið. Þetta er ekki aðeins spurning um mannréttindi, heldur tengist þetta einnig loftslagsbreytingum og gæðum grunnvatns. Síðarnefnda atriðið er einmitt þema Alþjóðlega klósettdagsins í ár, það er að segja tengslin á milli hreinlætisaðstöðu og grunnvatns.

Toilet day
Mynd: Gabor Monori/Unsplash

Við notum það öll en tölum ekki um það

Auðvitað notum við öll salerni á hverjum einasta degi, heima, í skólanum, á veitingastöðum, í verslanamiðstöðum og víðar. En við tölum ekki um það og göngum út frá því sem vísu, að allir njóti slíks sjálfsagðs munaðar. En því fer fjarri. Segja má að sannkölluð dauðaþögn ríki um salernis- og hreinlætisaðstöðu, því skortur á slíkur getur verið banvænn.

Þrátt fyrir margs konar rök sem sýna mikinn ágóða af fjárfestinum í hreinlæti, er þetta enn málefni sem þeir sem marka stefnuna sýna lítinn áhuga.

Talið er að skortur á fullnægjandi hreinlæti geti kostað allt að 7% af þjóðartekjum á hverju ári. Þar að auki hefur þetta afar slæm áhrif á heilsufar og hefur beinar neikvæðar efnahagslegar afleiðingar.

Árið 2015 samþykktu aðildarríki Sameinuð þjóðanna Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun sem uppfylla skyldi fyrir 2030. Sjötta markmiðið felur meðal annars í sér að binda enda á að fólk þurfi að ganga örna sinna á víðavangi og að tryggja skyldi jafnan aðganga að hreinlæti og hreinlætisaðstöðu.

Af hverju klósett?  

 

World toilet day
Mynd: Tim Mossholder/Unsplash

Á hverjum degi deyja 800 börn af niðurgangspest sem orsakast af óheilnæmu drykkjarvatni og salernisaðstöðu og hreinlætisskorti.

Um helmingur skóla í heiminum búa ekki yfir aðstöðu til handþvotta með vatni og sápu. Hrein og örugg salerni stuðla að því að stúlkar haldi áfram námi og auka viðveru. Allt of margar stúlkar missa úr í skóla vegna skorts á slíku, ekki síst þegar þær eru á blæðingum. Víða er sú vanvirðing, óþægindi og hætta sem felast í því að hafa ekki aðgang að hreinlætisaðstöðu, þrándur í götu fullrar þáttöku kvenna í samfélaginu.

 Vatn og loftslagsbreytingar

Stundum er sagt að loftslagsbreytingar snúist um vatn. Afleiðingarnar eru flóð, hækkandi yfirborð sjávar, auk þurrka, jarðelda og bráðnun íss. Flóð og hækkandi yfirborð sjávar geta valdið því að saltvatn og skolp blandist grunnvatni og jarðvegi, auki þeirra skakkafalla sem þetta veldur á brunnum, frárennsli frá salernum og vatnshreinsistöðvum.

Aðgangur að lágmarks salernis- og hreinlætisaðstöðu er mannréttindi. Og það tengist líka loftslagsbreytingum. Þessi atriði verða ekki umflúin og til þess að tekist sé á við þau, þurfa þau að vera sýnileg.

Ef þú vilt kynna þér málið betur, sjá Klósett bjarga mannslífum og Guði sé lof fyrir Gustavsbergið! og heimasíðu Alþjóðlega klósettdagsins.