Að rjúfa bannhelgina á blæðingum

0
10
Tíðabikarar
Tíðabikarar. Mynd: Monika Kozub / Unsplash

Tíðablæðingar. Tíðaheilbrigði Rúmur helmingur mannkyns fer á blæðingar með reglulegu millibili stóran hluta ævinnar. Samt sem áður eru blæðingar hjúpaðar þögn. Alþjóðlegur dagur tíðaheilbrigðis, líka kallaður Alþjóðlegi túrdagurinn, er haldinn 28.maí til að vekja fólk til vitundar að frumkvæði þýsku samtakanna WASH.

Fyrir utan þögnina þurfa konur og stúlkur um allan heim að glíma við ýmislegt annað þegar tíðablæðingar eru annars vegar. Vandinn getur verið fjárhagslegur við að standa straum af kaupum á dömubindum, túrtöppum, tíðabikurum eða klæðum. Stundum stendur vatnsskortur og skortur á salernis- og hreinlætisaðstöðu, næði og öryggi, þeim fyrir þrifum, þegar þær þurfa að þvo sér og skipta um föt. Sums staðar fá stúlkur litlar upplýsingar áður en fyrstu blæðingar hefjast.

Víða eiga konur erfitt með að útvega sér tíðavörur ýmist vegna fjárskorts eða aðgengis.
Víða eiga konur erfitt með að útvega sér tíðavörur ýmist vegna fjárskorts eða aðgengis. Mynd: Natracare / Unsplash

Jafnréttismál

Katyuska Francini sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum við háskólasjúkrahúsið í Lausanna í Sviss bendir á að afstaða til tíðablæðinga sé oft og tíðum þrándur í götu jafnréttis kynjanna.

„Tíðablæðingar setja konum stólinn fyrir dyrnar í ýmsum daglegum athöfnum frá eldamennsku og líkamsæfingum til þess að sækja opinbera fundi og trúarsamkomur. Í sumum ríkjum teljast stúlkur reiðubúnar í hjónaband við fyrstu blæðingar, þótt það geti verið við 10-11 ára aldur. En blæðingar geta einni ghaft slappleika í för með sér og að missa úr skóla eða vinnu og slíkt getur leitt til mismununar.“

Blæðingar. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt tíðaheilbrigði sem mannréttindi
Blæðingar. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt tíðaheilbrigði sem mannréttindi. Mynd: Monika Kozub / Unsplash

Mannréttindi

Frá samþykkt Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og Áætlunar 2030 árið 2015 (2030 Agenda for Sustainable Development) hefur alþjóðasamfélagið reynt að efla tíðaheilbrigði. Allsherjarþingið og Mannréttindaráðið hafa samykkt ályktanir og samþykktar hafa verið innanlandsáætlanir víða um heim. Þær snúast ekki síst um aðgang að tíðavörum og upplýsingum.

Árið 202 samþykkti Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna tímamótaályktun (Resolution 47/4) þar sem viðurkennt var að tíðaheilbrigði væri innifalið í réttinum til að njóta líkamlegs og andlegs heilbrigðis.