Að taka forystu í alheimsmálum

0
603

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (35) ??

75 ára afmæli SÞ

Sameinuðu þjóðirnar eru einu raunverulegu alheimssamtökin. Því kemur það í þeirra hlut að fast við málefni sem engin landamæri virða.

Upphaflegu markmið samtakanna voru að gæta friðar, vernda mannréttindi. Einnig að skapa ramma utan um alþjóðlegan rétt og efla efnahagslega- og félagslega framþróun. Á þeim sjö áratugum og hálfum betur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa starfað hafa bæst við brýn málefni. Nefna má loftslagsbreytingar, málefni flóttamanna og Alnæmi.

Lausn deilna og friðargæsla eru ef til vill sýnilegasta starf samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar og sérstakar stofnanir þeirra vinna einnig að fjölbreyttum verkefnum um allan heim. Má nefna svo ólík svið sem aðstoð við fórnarlömb náttúruhamfara, menntun, efling réttinda kvenna og friðasmleg nýting kjarnorku.

Tímamóta ráðstefnur

Fyrsta ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál í Stokkhólmi 1972 vakti íbúa heimsins til vitundar um þá hættu sem stafaði að plánetunni og var ríkisstjórnum hvatning til að taka til hendinni.

Fyrsta alheimsráðstefnan um málefni kvenna í Mexíkóborg 1985 átti þátt í því að að koma réttindum kvenna, jafnrétti og framþróun á dagskrá sem aldrei fyrr.

Einnig má nefna alþjóðlegar ráðstefnur um mannréttindi í Teheran 1988, fyrstu ráðstefnunni um mannfjölgunarvandann í Búkarest 1974 og fyrstu loftslagsráðstefnuna í Genf 1979.

Á þessum ráðstefnum hefur verið fylkt liði sérfræðinga og stefnumótandi forystufólks alls staðar að úr heiminum og með þeim hætti hrundið af stað alheimsaðgerðum.

MótumFramtíðOkkar #UN75