Að takast á við hnattræn vandamál

0
645
75 ára afmæli SÞ

?? 75 ára afmæli– 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (27) ??

UN75Sameinuðu þjóðirnar njóta þeirrar sérstöðu að vera í raun einu samtök sem teygja anga sína um allan hnöttinn. Af þeim sökum eru samtökin helsti vettvangurinn til að fjalla um málefni sem virða engin landamæri og einstök ríki geta ekki leyst upp á eigin spýtur. 

Upphaflegu viðvangsefni samtakanna voru að viðhalda friði, vernda mannréttindi, mynda ramma um alþjóðlegan rétt og efla efnahagslega og félagslega þróun. Á þeim rúmu sjö áratugum sem samtökin hafa starfað hafa bæst við málefni á borð við loftslagsbreytingar, flóttamenn og alnæmi.

Friðargæsla 

Lausn deilna og friðargæsla eru á meðal áþreifanlegustu málefna sem koma til kasta Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar ásamt sérstökum stofnunum sínum koma að fjölmörgum málum sem bæta líf fólks um allan heim. Nefna má svo ólík svið sem aðstoð við fórnarlömb hamfara, mennta-og jafnréttismál og friðsamlega notkun kjarnorku.

Háskóli SÞ

Háskóli Sameinuðu þjóðanna er alheims hugveita og menntastofnun fyrir framhaldsnám sem starfrækir 13 rannsókna- og þjálfunarmiðstöðvar og áætlanir í 12 ríkjum. Hann starfar með framúrskarandi háskólum og rannsóknastofnunum og brýtur til mergjar viðfangsefni á borð við hnattrænar breytingar og sjálfbæra þróun, stjórnarhætti þróunar og vísindi, tækni, nýsköpun og samfélagið. Framhaldsnám við háskólann er framlag til kunnáttu og getu í þróunarríkjum.

#AðMótaFramtíðOkkar #ShapingOurFuture #UN75