Öflugt starf Háskóla SÞ á Íslandi

0
499

Jarðhiti Luðvik

24.október 2015. Afríkuríkið Kenía er á góðri leið með að ýta Íslandi af stalli sem það ríki heims sem framleiðir hlutfallslega mesta raforku úr jarðhita og þar á Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna stóran hlut að máli.

UN70 Logo Icelandic horizontal outlinedÞað þarf ekki að fara út fyrir landsteinana í leit að áþreifanlegasta dæmi um þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum, heldur aðeins upp á Grensásveg því þar hýsir Orkustofnun Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Jarðhitaskólinn hóf göngu sína á Íslandi árið 1978 og á seinni árum hafa sjávarútvegsskólinn, landgræðsluskólinn og jafnréttisskólinn bættst við í neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

„Við höfum lagt mesta áherslu á Afríku, því þar er talverður jarðhiti og þörfin mikil,” segir Lúðvík S. Georgsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans.
Jarðhitaskólinn herfur nú þjálfað 613 jarðvísindamenn og verkfræðinga í listinni að beisla jarðhita. Um 75% af þeim sem sótt hafa skólann eru enn virkir í jarðhitageiranum.Keníabúar eru fjölmennasti hópurinn (109), en Kínverjar koma næst á eftir (83).

jarðhitaskóliSífellt fleiri ríki eru að átta sig á möguleikum jarðhita og berja þá oft og tíðum að dyrum Jarðhitaskólans. „Mið- og Suður-Ameríka eru að koma sterk inn” segir Lúðvík, Bólivía og Ekvador bættust á listann yfir nemendur í fyrra, og ekki ólíklegt að Perú og Kolombía bætist við á næstu árum. Áður höfðum við aðeins tekið nemendur frá Mið-Ameríku, ekki síst El Salvador. 

8 brautir eru starfandi innan skólans, en námskeiðin eru sex mánaða löng, auk þess sem boðið er upp á MSc og doktorsnám. Þá hefur skólinn haldið þriggja og hálfs vikna námskeið í Kenía síðastliðin tíu ár sem sextíu sækja að jafnaði. 

„Langflestir sérfræðingar og yfirmenn í Kenía hafa verið þjálfaðir í Jarðhitaskólanum,” segir Lúðvik.
Á síðasta heimsþingi Jarðhitageirans, sem haldið var í Ástralíu á þessu ári var fimmta hver grein sem lögð var fram eftir höfunda sem komið höfðu við sögu í Jarðhitaskólanum.

Þótt litið sé að starfsemi skólans sem hluta af þróunarsamvinnu Íslendinga, hefur fleiri stoðum verið skotið undir rekstur skólans þannig að nú kemur 40% af rekstrarfé Jarðhitaskólans erlendis frá m.a.frá Jarðh keniaþróunarsjóðum og erlendum fyrirtækjum sem fást við jarðhitarannsóknir. Til að mynda hefur einkafyrirtæki á Filippseyjum sent 9 nemendur til Íslands á síðustu árum og greitt fyrir menntun þeirra.

Peketsa Mangi, er einn Keníabúana sem eru þessa stundina við nám í jarðhitaskólanum og leggur áherslu á fjármálahlið verkefnisstjórnunar. “Jarðhiti er orðinn mjög mikilvægur í rafmangsframleiðslu í Kenía, um 28% af uppsettu afli kemur úr jarðhita,en hlutur hans í framleiðslunni er enn hærri þar sem jarðhitavirkjanir eru alltaf í framleiðslu. Hér er enn mikið starf óunnið.”

Zheng Tingting, er ung kona frá Shendong-héraði í Kína og er Jarðhiti kinaútskrifaður verkfræðingur. Hún kemur frá lághitasvæði þar sem jarðhitinn er nýttur til upphitunar húsa.

jaðrhiti malaviMalavíbúinn Tufwane Mwagomba er í meistaranámi í verkfræði jarðhita. Hans verkefni er að gera hagkvæmnikönnun fyrir tíu megawatta-virkjun á Chiwota-jarðhitasvæðinu. „Það eru ekki allir jafn sannfærðir um þá möguleika sem felst í jarðhitanum,“ segir hann. „En við búum yfir þessar vanmetnu auðlind og okkur bera að sjálfsögðu að færa okkur það í nyt.“
 

Landgræðsluskólinn

LandgræðsluLandgræðsluskólinn hóf störf árið 2007 og varð hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna árið 2010. Skólinn vinnur í anda samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn myndun eyðimarka (UNCCD) og tengist einnig öðrum alþjóðlegum samningum um umhverfismál, ekki síst samningnum um líffræðilega fjölbreytni (UNCBD) og rammasamningi um loftslagsbreytingar (UNFCCC).
„Aðalmarkmið skólans er að þjálfa sérfræðinga, sem koma frá þróunarlöndum, í að stöðva landeyðingu, endurheimta land, og stuðla að sjálfbærri landnýtingu og styrkja þannig stofnanir sem vinna að þessum málum í þeim löndum sem skólinn starfar með,” segir Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskólans.
Frá upphafi hafa 76 sérfræðingar útskrifast frá skólanum; 37 konur og 39 karla, eftir sex mánaða skólavist. Skólinn hefur látið gera könnun um viðhorf útskrifaðra sérfræðinga á námsdvöl sinni. „Mikil ánægja var með nám Landgræðsluskólans og mörgum fyrrum þátttakendum hafði verið falin aukin ábyrgð eða þeim hafði hlotnast framgangur í starfi á sinni stofnun,” segir Hafdís Hanna.

Jafnréttisskólinn

JafnréttisskoliAlþjóðlegi jafnréttisskólinn hefur starfað frá ársbyrjun 2009 og varð hluti af tengslaneti Háskóla Sameinuðu þjóðanna 2013.
Hann hefur að markmiði að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum sem starfa að jafnréttismálum þjálfun á sínu sérsviði og gera þeim betur kleift að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna í heimalöndum sínum. 53, 32 konur og 21 karl, frá Afganistan, Malaví, Mósambík og Palestínu hafa lokið námi við skólann og verða 14 nemendur teknir inn í skólann á vorönnu 2016.

Sjávarútvegsskóli 

Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna tók til starfa á árinu 1998, en markmið hans er að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum. Hafrannsóknastofnun ber ábyrgð á rekstri skólans.

Nám við skólann felst í sex mánaða þjálfun fyrir sérfræðinga frá þróunarlöndunum og leggur sérstaka áherslu á lönd í Afríku sunnan Sahara og smáeyþrjóunarríki, en einnig koma nemendur frá ýmsum löndum Asíu.

Frá upphafi hafa vel á þriðja hundrað nemendur frá hátt í fimmtíu löndum lokið sex mánaða námsdvöl á Íslandi en auk þess skipuleggur Sjávarútvegsskólinn stutt námskeið í þrónarlöndum.