A-Ö Efnisyfirlit

Að uppræta ofbeldi gegn konum

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳

Þrjátíu og fimm prósent kvenna og stúlkna í heiminum sæta  líkamlegu eða andlegu ofbeldi á æfi sinni. 603 milljónir kvenna búa í ríkjum þar sem heimilisofbeldi er ekki glæpsamlegt. Allt að fjórða hver kona sætir ofbeldi á meðan á meðgöngu stendur.

SÞ75 logoUN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, leitast við að virkja karla og drengi til þess að takast á við þetta vandamál. UN Women starfar með aðilum á hverjum stað og styður lagasetningu gegn heimilis- og kynbundnu ofbeldi.

Sjóður Sameinuðu þjóðanna til að uppræta ofbeldi gegn konum hefur styrkt 393 verkefni í 136 ríkjum og landsvæðum.

Alheimsherferðin Sameinuð til að binda endi á ofbeldi gegn konum vinnur að þvi að vekja til vitundar og auka pólitískan vilja og úrræði til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Það sem við gerum:
Við vinum með ríkisstjórnum, stofnunum SÞ, borgaralegu samfélagi og öðrum stofnunum við að auka vitund fólks um orsakir ogafleiðingar ofbeldis og auka hæfni samstarfsaðila til að hindra og svara ofbeldi.

Við leitumst einnig við að breyta viðhorfum og framkomu karla og drengja og tala máli jafnréttis kynjanna og réttinda kvenna.

UN Women styður aukið framboð hágæða þverfaglegrar umönnunar fórnalamba sem nái til öryggis, athvarfs, heilbrigðis, dómskerfisins og annarar grundvallarþjónustu.

Við störfum með ríkisstjórnum að því að þróa sérstakar innanlands aðgerðaáætlanir til þess að hindra og takast á við ofbeldi gegn konum og efla samræmingu á störfum allra hlutaðeigandi.

UN Women vinnur einnig að því að tekið verði tillit til ofbeldis gegn konum ýmiss konar alþjóðlegu- og innanlandsstarfi til dæmis í heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

MótumFramtíðOkkar #UN75

Fréttir

Þar sem plastið endar

Það segir sína sögu að þekktasta bókin í seinni tíð um Kolgrafarvík heitir „Þar...

Geirfuglinn: kennslustund í sögu um fjölbreytni lífríkisins

Veraldarleiðtogar eru í dag krafðir reikningsskila á sérstökum leiðtogafundi þegar „brýnar aðgerðir um fjölbreytni...

Ísland lagði áherslu á mikilvægi fjölþjóðasamvinnu

Mikilvægi fjölþjóðasamvinnu var meginstefið í ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna...

Á meðan heimurinn sveltur fer þriðjungur matvæla í ruslið

Þriðjungi matvæla í heiminum er sóað á sama tíma og hungur hefur varið vaxandi...

Álit framkvæmdastjóra