A-Ö Efnisyfirlit

Að uppræta ofbeldi gegn konum

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳

Þrjátíu og fimm prósent kvenna og stúlkna í heiminum sæta  líkamlegu eða andlegu ofbeldi á æfi sinni. 603 milljónir kvenna búa í ríkjum þar sem heimilisofbeldi er ekki glæpsamlegt. Allt að fjórða hver kona sætir ofbeldi á meðan á meðgöngu stendur.

SÞ75 logoUN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, leitast við að virkja karla og drengi til þess að takast á við þetta vandamál. UN Women starfar með aðilum á hverjum stað og styður lagasetningu gegn heimilis- og kynbundnu ofbeldi.

Sjóður Sameinuðu þjóðanna til að uppræta ofbeldi gegn konum hefur styrkt 393 verkefni í 136 ríkjum og landsvæðum.

Alheimsherferðin Sameinuð til að binda endi á ofbeldi gegn konum vinnur að þvi að vekja til vitundar og auka pólitískan vilja og úrræði til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Það sem við gerum:
Við vinum með ríkisstjórnum, stofnunum SÞ, borgaralegu samfélagi og öðrum stofnunum við að auka vitund fólks um orsakir ogafleiðingar ofbeldis og auka hæfni samstarfsaðila til að hindra og svara ofbeldi.

Við leitumst einnig við að breyta viðhorfum og framkomu karla og drengja og tala máli jafnréttis kynjanna og réttinda kvenna.

UN Women styður aukið framboð hágæða þverfaglegrar umönnunar fórnalamba sem nái til öryggis, athvarfs, heilbrigðis, dómskerfisins og annarar grundvallarþjónustu.

Við störfum með ríkisstjórnum að því að þróa sérstakar innanlands aðgerðaáætlanir til þess að hindra og takast á við ofbeldi gegn konum og efla samræmingu á störfum allra hlutaðeigandi.

UN Women vinnur einnig að því að tekið verði tillit til ofbeldis gegn konum ýmiss konar alþjóðlegu- og innanlandsstarfi til dæmis í heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

MótumFramtíðOkkar #UN75

Fréttir

11 mynd-dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum

Á hverju ári birta Sameinuðu þjóðirnar topp tíu lista yfir dæmi um verk sem samtökin telja brýnust í starfinu en í ár - á 75.afmælisári samtakanna hefur einu verið bætt við: baráttuna gegn COVID-1 faraldrinum.

#BLM: VIð endurritum ekki söguna en getum framvegis orðið...

Mótmælin gegn kynþáttahatri og kynþáttahyggju og Norðurlöndin.

COVID-19 kreppan er heiminum þörf áminning

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ef allt fari á versta veg og...

Taktu þér pásu áður en þú deilir

Rangfærslur, hatursorðræða og gervifréttir haga sér eins og veira. Þessi fyrirbæri leita að veikum blettum á okkur. Hlutdrægni okkar. Fordómum okkar. Tilfinningum okkar. Og rétt eins og þegar veirur eiga í hlut er öflugasta leiðin til að stöðva villandi upplýsingar er að stöðva útbreiðslu þeirra. 30.júní mun herferð Sameinuðu þjóðanna “Staðreynt (Verified)” leitast viðað fylkja liði fólks um allan heim og biðja það um að taka afstöðu gegn rangfærslum með því að taka sér „pásu” – staldra við.

Álit framkvæmdastjóra