Milljarður rís upp: Upprætum ofbeldi gegn konum!

0
515

 Milljardur

11. febrúar 2013. Skilaboð frá UN Women á Íslandi:

„Fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 12:15 í Hörpu

Kæru Íslendingar; tökum þátt í að koma af stað femínískri flóðbylgju!

 

Þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni kyn síns vegna.

Einn milljarður kvenna og stúlkna hefur þegar upplifað kynbundið ofbeldi.

Þann 14. febrúar getur þú tekið þátt í alheimsbyltingu þegar einn milljarður kvenna, karla og barna munu dansa um allan heim til að sýna þessum konum og stúlkum stuðning og krefjast þess að kynbundið ofbeldi heyri sögunni til.

Við á Íslandi erum kannski ekki stór hluti af milljarði en við getum látið fyrir okkur fara. Tökum þátt í því að láta jörðina hristast undan samtakamætti okkar.

Vertu með! Komdu í Hörpu þann 14. febrúar, byltingin hefst stundvíslega kl. 12:15.

Milljarður rís er alþjóðleg bylting með Eve Ensler í fararbroddi og þú getur verið hluti af því að milljarður manna, kvenna og koma saman og dansa í sameiningu gegn ofbeldi gegn konum.

UN Women á Íslandi,  V-dagssamtökin og Lunch beat hvetja vinkonur, vini, mömmur, pabba, bræður og systur að mæta í hádeginu og taka þátt í að láta jörðina hristist. Saman náum við einum milljarði. Við ætlum að búa til heim þar sem ofbeldi þrífst ekki.  Margeir mun sjá til þess að allir dansinn duni og er aðgangur ókeypis þökk sér tónlistarhátíðinni Sónar.

Yfirlýsing frá samtökunum:

Við neitum að búa í heimi þar sem:

·         Nauðgunarmenning er normið

·         Þar sem konum er kennt að hafa varann á sér þegar þær eru einar úti

·         Þar sem ungar stúlkur eru þvingaðar og seldar í hjónabönd

·         Þar sem konur eru útskúfaðar úr samfélaginu ef brotið er á þeim kynferðislega

·         Þar sem konur eru myrtar ef þær eru taldar hafa kastað rýrð á heiður fjölskyldunnar

·         Þar sem konum er refsað fyrir að kæra kynferðisbrot

·         Þar sem refsileysi ríkir þegar konur eru niðurlægðar í netheimum

Sýnum samstöðum, dönsum af gleði og krafti fyrir  mannréttindum kvenna, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns.

Ætlar þú að mæta?

(frá UN Women á Íslandi).