Að vernda hafið

0
669
75 ára afmæli SÞ, höfin

?? 75 ára afmæli– 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (30) ??

SÞ75 logo

Höfin þekja þrjá fjórðu hluta yfirborðs jarðarinnar, geyma níu tíunda hluta vatnsbirgða hennar og hýsa 97% af öllu lífi.

Höfin hafa áhrif á heilsu og tilveru allra heimsbúa. Þau knýja veðurfarið og eru þýðingarmikill hluti lífhvolfsins. Án hafanna væri ekkert líf á jörðinni. Samt er 30% hafanna ókunnur okkur.
Höfin eru efnahagslega mjög mikilvæg enda útvega þau milljónum manna lífsviðurværi. Á hverju ári eru 100 milljón tonn fiskjar sótt í hafið í heiminum að andvirði 50 miljarða Bandaríkjadala. 36 milljónir manna hafa beina atvinnu af fiskveiðum og fiskeldi.

90% flutninga

Stór hluti alþjóðlegrar verslunar treystir á flutninga á hafi eða 90% og 29% olíu er sóttur á hafsbotn. Við þetta má bæta tómstundir og afþreyingu á strönum að ekki sé minnst á skemmtiferðaskip. Þetta er uppspretta stórs hluta tekna margra ríkja, séstaklega lítilla ey-þróunarríkja. Vísindamenn hafa líka sýnt dýpsta hluta heimshafanna sífellt meiri áhuga og vonast til gera vísindalegar uppgötvanir og finna nýjar auðlindir.

Hafréttarsáttmáli

Sameinuðu þjóðirnar hafa verið í fylkingarbrjósti alþjóðlegrar viðleitni til að koma lögum yfir alla hluta hafsins. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur 1982 og nýtur nú almenns stuðnings. Hann er lagalegur rami um hvaða starfsemi sem er á höfunum. Í sáttmálanum eru reglur og skyldur strandríkja og landluktra ríkja tíundaðar, þar á meðal um siglingar, lögsögur, vernd umhverfis sjávar, vísindalegar rannsóknir og vernd og sjálfbær nýting sjávarlífs. Þá er þar að finna regluverk um lausn deilna.

MótumFramtíðinaSaman #UN75