Aðgerðaleysi er svik við komandi kynslóðir

0
603

 António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir pólitískum vilja í setningarræðu sinni á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd, höfuðborg Spánar.

Í ræðu sinni á svokallaðri COP25-ráðstefnunni, útskýrði Guterres hvaða skuldbindingar væru nauðsynlegar af hálfu ríkisstjórna heims.

Loftslagsbreytingar væru staðreynd og nú væri meðalhitinn á jörðunni 1.1°C en við upphaf iðnbyltingar. Ef ekkert yrði að gert myndi hitinn hækka um 3.4 til 3.9°C við aldarlok. Slíkt myndi hafa í för með sér víðtækar og eyðileggjandi afleiðingar.

Grófum við höfuðið í sandinn

„Viljum við að komandi kynslóðir minnist okkar sem þeirra sem grófu höfuðið í sandinn? Þeirra sem léku á fiðlu á meðan jörðin brann?“, spurði Guterres í ræðu sinni.
COP25 er síðasta loftslagsráðstefnan fyrir árið 2020 en þá eiga mörg ríki að leggja fram nýjar áætlanir um loftslagsaðgerðir. Á meðal þess sem ber að útkljá er fjármögnun loftslagsaðgerða um allan heim.

Eins og staðan er nú hefur ekki verið gert nægilega mikið til þess að ná þremur loftslags-markmiðum sem sett hafa verið: að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 45% fyrir 2030; að ná kolefnisjafnvægi fyrir 2050 og að tryggja að hiti hafi ekki hækkað um meir en 1.5°C fyrir aldarlok.

Mikilvægi COP25

Aðalframkvæmdastjórinn lagði áhersu á mikilvægi COP25 fundarins í því að boða heimsbyggðinni að ríkin væru fastákveðin í því að breyta um stefnu.

„Við verðum að sýna fram á að okkur sé alvara í að stöðva stríðið gegn náttúrunni, að pólitískur vilji sé fyrir hendi að ná kolefnisjafnvægi fyrir 2050.“

En klukkan tifar og heimurinn getur ekki leyft sér að sóa meiri tíma í loftslagsmálum og djarfra, ákveðinna og metnaðarfullra aðgerða er þörf. Guterres lagði áherslu á við hefðum tækin, vísindaþekkinguna og úrræðin og mættum engan tíma missa.

„Sýnum þann pólitíska vilja sem fólk ætlast til af okkur. Allt annað er svik við alla fjölskyldu mannsins og komandi kynslóðir,“ sagði Guterres.

Sjá  hér.