A-Ö Efnisyfirlit

Guterres: COP25 glatað tækifæri

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst vonbrigðum sínum með niðurstöður COP25, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd sem lauk í gær.

„Ég varð fyrir vonbrigðum með niðuarstöður COP25”, sagði Guterres í yfirlýsingu.

„Alþjóðasamfélagið hefur glatað mikilvægu tækkfæri til að efla metnað sinn á sviði aðlögunar, mildunar og fjármögnunar til að takast á við loftslagsvána.“

„Við megun ekki gefast upp og ég mun aldrei gefast upp. Ég er ákveðnari en nokkru sinn fyrr að vinna að því að 2020 verði minnst sem ársins þegar ríki heims fylktu sér að baki því sem vísindin telja nauðsynlegt til þess að heimurinn nái kolefnisjöfnuði fyrir 2050 og að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1.5 gráðu hlýnun,” sagði aðalframkvæmdastjórinn.

 

 

Fréttir

Vertu með í að skapa tjáknið

Alþjóðlegur dagur ungs fólks er 12.ágúst en til að leggja áherslu á mikilvægi ungmenna í heiminum í dag hafa Sameinuðu þjóðrnar helgað þeim allan ágústmánuð. Til þess að fylkja liði hefur ungt fólk verið beðið um tillögur að tjákni (emoj) til að fylgja mylluymerkinu #YouthLead.

Ríki heims styðja Líbanon

Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið hvíldarlaust að því að koma þeim til hjálpar sem um...

Að berjast gegn hungri í heiminum

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳 Matvæla...

Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Annars vegar Inúitar á Grænlandi og hins vegar Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi teljast til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi og sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

Álit framkvæmdastjóra