Guterres: COP25 glatað tækifæri

0
673
COP25 í Madrid.
COP25 Loftslagsráðstefnu SÞ er lokið

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst vonbrigðum sínum með niðurstöður COP25, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd sem lauk í gær.

„Ég varð fyrir vonbrigðum með niðurstöður COP25”, sagði Guterres í yfirlýsingu.

„Alþjóðasamfélagið hefur glatað mikilvægu tækifæri til að efla metnað sinn. Við þurfum meiri metnað á sviði aðlögunar, mildunar og fjármögnunar til að takast á við loftslagsvána.“

Engin uppgjöf

„Við megum ekki gefast upp og ég mun aldrei gefast upp. Ég er ákveðnari en nokkru sinn fyrr. Ég vil vinna að því að 2020 verði minnst sem ársins þegar ríki heims fylktu sér að baki því sem vísindin telja nauðsynlegt. Við verðum að ná kolefnisjöfnuði fyrir 2050. Við verðum að tryggja að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1.5 gráðu hlýnun,” sagði aðalframkvæmdastjórinn.