Afganistan: foreldrar þurft að selja börn sín

0
606
Afganistan
Hungur sverfur að Afgönum. Mynd: © UNHCR/Andrew McConnell

António Guterres aðalframkvæmdasjóri Sameinuðu þjóðanna segir að heimurinn standi frammi fyrir kapphlaupi við tímann til að hjálpa afgönsku þjóðinni, sem nú upplifi sannkallaða martröð.

„Börn eru seld til að hægt sé að brauðfæða systkini þess. Hrollkaldar heilbrigðisstofnanir fyllast af vannærðum börnum. Fólk brennir eigur sínar til að halda á sér hita. Fólk um allt landið hefur misst lífsviðurværi sitt,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn.

Sameinuðu þjóðirnar kynntu ákall um fjármögnun hjálparstarfs í þágu Afganistans fyrr í vikunni. Farið er fram á 5 milljarða Bandaríkjadala framlög og er það hæsta upphæð sem beðið hefur verið um fyrir eitt einstakt ríki.

Guterres tjáði blaðamönnum í New York í gær að þessi upphæð „endurspeglaði umfang örvæntingarinnar.“

Helmingur lifir á neyðaraðstoð

Helmingur íbúa Afganistan þarf að reiða sig á neyðaraðstoð til að halda lífi. Án verulegs átaks mun „hvert einasti Afgani, karl, kona og barn standa frammi fyrir algjörri örbirgð.“

Hann benti á að ýmsar alþjóðlegar reglur stæðu í vegi fyrir því að fé bærist sem nota mætti til að bjarga mannslífum og koma hjólum efnahagslífsins af stað. Hann hvatti til þess að slíkum reglum yrði vikið til hliðar.

„Það ber að leyfa að opinberum starfsmönnum séu borguð laun úr alþjóðlegum sjóðum tll þess að afganskar stofnanir geti innt af hendi heilbrigðisþjónustu og sinnt kennslu og annari grunnþjónustu;“ sagði Guterres.

Bandaríkin og Alþjóðabankinn hafa „fryst“ fé Afganistans eftir að Talibanar komust til valda. Guterres skoraði á þeim að leyfa aðgang að þessu fé til að koma í veg fyrir að „martröðin sem Afganir standa frammi fyrir“ versni enn.