Helmingur Afgana líða hungur

0
641
Afganistan
Fjölskylda í Afganistan borðar undir beru lofti. © UNHCR/Andrew McConnell

Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra hafa kynnt 5 milljarða dollara neyðar-áætlun til að koma Afgönum til hjálpar. 22 milljónir manna í Afganistan þurfa á aðstoð að halda innan landamæra ríkisins og 5.7 landflótta Afganir að auki.

Helsta markmiðið er að endurreisa grunn-þjónustu innan ríkisins, sem er nánst hrunin til grunna eftir valdatöku Talibana og brottför erlendra herja.

Rennur ekki til Talibana

Martin Griffiths framkvæmdastjóri neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum (OCHA) segir að 4.4 miljarða dollara sé þörf til að greiða laun heilbrigðisstarfsmanna, sem eru launalausir. Féð yrði greitt beint og myndi ekki renna í vasa Talibana.

afganistan
Fólk á vergangi í Afganistan. Mynd: UNHCR/Andrew McConnell

„Í dag biðjum við um 4.4 milljarða stuðning við Afganistan. Þetta er hæsta upphæð sem nokkru sinni hefur verið beðið um fyrir einstakt ríki,“ sagði Griffiths á blaðamannfundi í Genf.

Ástandið fer síversnandi og sagði Griffith að ef ekki yrði að gert „gætum við þurft að biðja um 10 milljarða næsta ár.“

„Það sem við biðjum um núna er bráða-aðstoð. Ef við öflum ekki þessa fjár, er engin framtíð lengur, fólk fer á vergang og miklar þjáningar blasa við.“

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna telja að ástandið í Afganistan sé eitt umfangsmesta neyðarástand í heimi. Helmingur íbúanna líður alvarlegt hungur, níu milljónir hafa flosnað upp og milljónir manna njóta ekki skólagöngu. Ein milljón barna eiga ættu að verða alvarlegri vannæringu að bráð.

Óttast flóttamannastraum

Farið er fram á 623 milljónir dala í þágu flóttamanna frá Afganistan.

Felipo Grandi forstjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) lagði áherslu á að koma yrði í veg fyrir að ástandið í Afganistan yrði að kreppu í þessum heimshluta. „Það verður að koma á stöðugleika, sérstaklega hvað varðar fólk sem lent er á vergangi. Við verðum að tryggja að flóttamannastraumur leysist ekki úr læðingi.“

Sjá einnig hér.