Afmæli Hafréttarsáttmálans fagnað

0
272
Hafréttarsáttmáli
Fiskar svamla í sjónum undan ströndum Ástralíu. © Ocean Image Bank/Jordan Robin

Hafið. Hafréttarsáttmáli. Þess er minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að fjörutíu ár eru liðin frá þvi að Hafréttarsáttmáli samtakanna gekk í gildi. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði að samþykkt Hafréttarsáttmálans hefði verið „miklvægt skref í þátt átt að koma reglu og stjórnun“ á hinar miklu auðlindir sjávar á fundi Allsherjarþingsins um afmælið.

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Viti Levu á Fiji-eyjum.© Unsplash/Alec Douglas

„Hafið snýst um líf. Hafið býður upp á lífsviðurværi og það bindur mannkynið saman þvert á sögu og menningu,“ sagði Guterres.

Hann benti á hve víða samningurinn teygir anga sína. Allt frá „loftinu sem við öndum að okkur, til andrúmsloftsins sem nærir allt líf, sjávarútvegarins sem veitir 40 milljónum atvinnu, til tegundanna sem búa í sjónum.“

Ísland lagði mikla áherslu í utanríkisstefnu sinni á Hafréttarsáttmálann, sem var nátengt útfærslu fiskveiðilögsögunnar.

Vernd og sjálfbærni

Hafréttarsáttmálinn
António Guterres ávarpar afmælisfund Allsherjarþingsins.

Í sáttmálanum er kveðið á um réttinn til 200 sjómílna fiskveiðilögsögu og vernd vistkerfis sjávar. Þá skipta ákvæði hans um sjálfbæra og sanngjarna stjórn nýtingu málma á alþjóðlegu hafsvæði“ sífellt meira máli.

„Nú þegar við komum saman hér, hefur sáttmálinn aldrei verið mikilvægari. Hafið glímir við mikinn vanda.“

Hafréttarsáttmáli
Viðræður stóðu yfir svo áratugum skipti uns samkomulag náðist 1982.

Guterres benti á að 35% fiskistofna eru ofveiddir. Yfirborð sjávar hækkar og „hafið súrnar og kafnar af völdum mengunar.“

Þar að auki bleikjast kóralrif og fádæmalaus flóð ógna borgum við sjávarsíðuna.

Guterres hvatt til þess að samningur um niðurgreiddar fiskveiðar tæki gildi sem fyrst.

Samningur um líffræðilega fjölbreytni

Hafréttarsáttmáli
Þörungagróður. Mynd:
Naja Bertolt Jensen/Unsplash

Síðastliðið sumar gengust Sameinuðu þjóðirnar fyrir Hafráðstefnu í Lissabon í Portúgal (UN Ocean Conference).  Þrátt fyrir fögur fyrirheit um nauðsyn aðgerða, tókst ekki að ná samkomulagi í lok ágúst um gerð samnings til verndunar og nýtingar lífríkis úthafanna. Fundahrinan stóð í tvær vikur en þetta er fjórða fundahrinan á fimmtán árum um fyrirhugaðan hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (Biodiversity Beyond National Jurisdiction).

Ísland hefur lýst stuðningi við gerð slíks samning og tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra  um þátttöku Íslands í sérstöku „metnaðarbandalagi“ til stuðnings honum.