Áhyggjur af réttindum flóttamanna

0
441

 fence

12.nóvember 2013. Athygli Evrópubúa hefur beinst í sívaxandi mæli að hafsvæðinu sem skilur að suður-Ítalíu og Möltu annars vegar og Norður-Afríku hins vegar í kjölfar sjóslyssins hörmulega sem kostaði 350 manns lífið undan ströndum eyjarinnar Lampedusa í síðasta mánuði.

Umboðsmaður Evrópusambandsins, Emily O’Reilly, hefur hvatt Frontex, landamærastofnun sambandsins til þess að koma á ferli til þess að taka við kvörtunum um brot á grundvallarréttindum. Frontex samræmir landamæraeftirlit Evrópusambandsins og fjallar um ólöglegan innflutning fólks.

Umboðsmaðurinn rannsakaði hvort Frontex uppfyllti mannréttindastaðla. Frontex fór aða mestu leyti að ráðleggingum umboðsmannsins en neitaði að setja upp kvörtunarferli. Í kjölfarið tók umboðsmaðurinn saman skýrslu og fór fram á stuðning Evrópuþingsins.

Emily O’Reilly, umboðsmaður sagði: „Það er mikilvægt í ljósi harmleiksins við Lampedusa að Frontex fjalli um mannréttindabrot gegn innlytjendum, það er ekki hægt að varpa því alfarið yfir á aðildarríkin.”

Fjöldi þeirra sem freistuðust til að komast yfir mitt Miðjarðarhafið hefur tvöfaldast á einu ári og var talan komin yfir 30 þúsund í lok september. Flestir bátanna leggja í haf frá Líbýu en þar viðgengst smygl, ekki síst vegna skorts á öflugri löggæslu og stjórnarhers, að ógleymdir langri strandlínu.