Alheimsvá í skugga heimsfaraldurs

0
641
Kynbundið ofbeldi
Ummerki ofbeldis eru ekki alltaf sjáanleg. Sigurvegari samkeppni UNRIC 2011, Trine Sejthen frá Danmörku.

Sima Bahous forstjóri UN Women, Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir að kynbundið ofbeldi sé „alheims vá,“ sem þrífist í skugga heimsfaraldursins. Í dag 25.nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi.

„Hvarvetna eru konur og stúlkur í hættu,“ sagði Bahous á fjarfundi í tilefni baráttudagsins. „Um allan heim eru átök, loftslagstengdar náttúruhamfarir, fæðuóöryggi og mannréttindabrot oliá á eld ofbeldis gegn konum.“

Kynbundið ofbeldi
Höfnum ofbeldi eftir Vladimir Zokic frá Serbíu, úr samkeppni UNRIC 2011.

Sums staðar þar sem neyðarástand ríkir hefur 70% kvenna sætt einhvers konar kynbundnu ofbeldi að sögn UN Women.

Að mati UN Women Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur ofbeldi færst í aukana frá því heimsfaraldurinn braust út. Þá benti forstjórinn á að mikil aukning hafi orðið á hringingum og skeytasendingum til neyðarnúmera og vefsíðna vegna kynbundins ofbeldis um allan heim á tímum heimsfaraldursins. COVID-19 hefur haft neikvæð áhrif því fólk hefur verið meira heimavið en venjulega.

Í úttekt sem náði til þrettán ríkja á vegum stofnunarinnar greindu 2 af hverjum 3 konum frá því að þær eða kona sem þær þekkja, hafi verið beittar ofbeldi. Aðeins ein af hverjum 10 konum sagði að þolendur myndu leita til lögreglu til að fá aðstoð.

Konur og stúlkur verða fyrir barðinu á ofbeldi óháð trúarbrögðum og upruna, félagslegri stöðu eða búsetu.

Ekki bara líkamleg valdbeiting

Kynbundið ofbeldi
Þriðja hver kona hefur sætt ofbeldi af hálfu einhvers nákomins karlmanns. Marián Preis – Slóvakíu.Úr samkeppni UNRIC 2011.

Obeldishugtakið hefur víðtækari merkingu en svo að það nái eingöngu til líkamlegrar valdbeitingar. Ofbeldi felur einnig í sér aðra þætti; allt frá líkamlegri- andlegri- og kynferðislegri misbeitingu til mansals, þvingaðra hjónabanda og þungunar.

Banvænt ofbeldi er vitaskuld grófasta tegund ofbeldi. Rannsóknir sýna að drottnunartilhneiging karla er algengasta orsök ofbeldis í sambandi gagnkynheigðra. Afbrýðissemi er eitt birtingarformið, sem eykst og eflist við sambandsslit.

Konum mest hætta búin á heimlinu

Kenréttindasmatök hafa lengi bent á hve mikill hluti ofbeldis á sér stað innan fjögurra veggja heimilisins, en ekki úti á götu svo dæmi sé tekið. Í Svíþjóð voru að meðaltali 15 konur myrtar á ári af núverandi eða fyrrverandi maka á árunum 2017-2020 en aðeins þrír karlar.

„Breytingar eru möguleikar,“segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi.

Ofbeldi gegn konum
Mynd: Sidney Sims- Unsplash

Og þörfin á breytingum er mikil. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er elsta og alvarlegasta tegund mannréttindabrota í heiminum í dag. Svo lengi sem konur eiga ofbeldi á hættu næst ekki jafnrétti á milli karla og kvenna.

„Okkur ber að tvíefla viðleitni okkar til að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum fyrir 2030,“ segir António Guterres í lok ávarps síns.

Sjá einnig hér.

Staðreyndir og ártöl

Nokkrar uggvænlegar staðreyndir:

 • 35% af konum í heiminum upplifa annað hvort líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Í sumum löndum sæta nærri 70% líkamlegu
 • Í 12 ríkjum sleppa nauðgarar við refsingu ef þeir kvænast fórnarlambinu.
 • Um 120 milljónum stúlkna https://www.unicef.org/reports í heiminum -eða tíunda hverri – hefur verið nauðgað eða þær sætt annars konar kynferðislegu ofbeldi.

Nokkur mikilvæg ártöl í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna:

 • 1946 var kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna stofnuð. https://www.unwomen.org/en/csw
 • 1979 var sáttmálinn um að binda enda á hvers kyns mismunun gegn konum (CEDAW).
 • 1982 var stofnuð nefnd Sameinuðu þjóðanna um að binda enda á misnunum gagnvart konum stofnuð.
 • 1993 var yfirlýsingin um að binda enda á ofbeldi gegn konum samþykkt.
 • 1994 var sérstakur erindreki um ofbeldi gegn konum skipaður.  .
 • 1995 Fjórða kvennaráðstefnan haldin í Beijing.
 • 2000 Samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun sína númer 1325  um konur og frið og öryggi.
 • 2001 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun 55/66 um að binda enda á svokölluð morð í nafni heiðurs.
 • 2010 UN Women stofnað á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.