Allir verða að leggjast á eitt til að uppræta plastmengun

0
150
Alþjóðlegi umhverfisdagurinn
Helmingur plasts sem er framleitt er einnota. Mynd: UN news.

Alþjóðlegi umhverfisdagurinn. Alþjóðlegir samningamenn vinna nú að samningi sem ljúka á fyrir nóvember á þessu ári, sem hefur að markmiði að binda enda á plastmengun. Plastmengun er í brennidepli í dag á Alþjóðlega umhverfisdaginn.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna benti á í ávarpi í tilefni dagsins að af 400 milljón tonnum af plasti, sem framleidd væru árlega, væri þriðjungurinn einnota.

„Á hverjum degi er plasti sem fylla myndi 2000 trukka, sturtað í haf, ár og vötn,“ sagði Guterrres. „Plast er unnið úr jarðefnaeldsneyti. Því meira plast sem framleitt er, því meira jarðefnaeldsneyti er brennt og að sama skapi versnar loftslagsváin.“

Við höfum lausnirnar

En lausnirnar eru fyrir hendi. Eftir fimm daga viðræður 130 ríkja í síðustu viku, eru samningaumleitanir á áætlun.

„Þetta er fyrsta skref sem vekur vonir, en það þurfa allir að leggjast á eitt,“ sagði Guterres.

Hann benti á að samkvæmt nýrri skýrslu frá Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sé hægt að minnka plastmengun um hvorki meira né minna en 80% fyrir 2040. Til þess að svo megi verða, þarf allt mannkynið að leggjast á eitt við að endurvinna, endurnýta og minnka plastnotkun.

Alþjóðlegi umhverfisdagurinn
UN News/Laura Quiñones

„Það verða allir að leggjast á eitt; ríkisstjórnir, fyrirtæki og neytendur, til að venja okkur af plastfíkninni. Við þurfum að hafa enga sóun að leiðarljósi og byggja upp raunverulegt hringrásarhagkerfi.

„Okkur ber í sameiningu að tryggja hreinnni, heilbrigðari og sjálfbærari framtíð í allra þágu,“ sagði Guterres í ávarpi sínu.

Sjá einnig hér og  hér.