Allt sem þú þarft að vita um Stokkhólm+50

0
632
Stockholm+50
Stokkólmur. Mynd: Martin Falbisoner/WikimediaCommons, CC BY-SA 4.0

Veraldarleiðtogar, fulltrúar ríkisstjórna, fyrirtækja, alþjóðasamtaka, borgaralegs samfélags og æsklýðs koma saman til fundar í Stokkhólmi 2. og 3.júní næstkomandi. Þar verður haldin umhverfisráðstefnan Stokkhólmur +50 , alþjóðlegur fundur sem ætla að er að knýja áfram aðgerðir til að tryggja heilbrigða plánetu í þágu almennrar velmegunar.

Fundurinn er haldinn á þýðingarmiklu augnabliki þegar hætta stafar að jörðinni. Brýnna aðgerða er þörf til að mæta þrefaldri vá; loftslagsbreytingum, útdauða tegunda og mengun.

En hvað er Stokkhólmur50 og hvers vegna skiptir fundurinn máli?

Stockholm+50?

Svíþjóð og Kenía eru gestgjafar Stockholm+50 en þema þingsins er „heilbrigð pláneta fyrir velmegun allra – okkar ábyrgð, okkar tækifæri.“

Á tveggja daga fundinum verður þess minnst að fyrir fimmtíu árum var haldin Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins (United Nations Conference on the Human Environment) í Stokkhólmi en með henni hófst alþjóðleg samvinna í umhverfismálum.

Á ráðstefnunni 1972 samþykktu 113 ríki Stokkhólms-yfirlýsinguna og aðgerðaáætlun um umhverfi mannsins. Með yfirlýsingunni komust umhverfismál í brennidepil alþjóða stjórnmála. Ráðstefnan varð einnig til þess að Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) var stofnuð. Þá hratt hún af stað mikilvægri samræðu á milli iðnríkja og þróunarríkja um tengsl umhverfisins, hagvaxtar og mannlegrar velferðar.

Stokkhólmur+50 markar tímamót í sameiginlegri vegferð okkar í átt til heilbrigðari plánetu. Fundurinn er tækifæri til að hugleiða, fagna og byggja á hálfrar aldar reynslu af aðgerðum í umhverfismálum.

Fundurinn mun hverfast um pallborðsumræður, þrjár leiðtoga-samræður leiðtoga og hliðar-viðburði.  Sjónum er einkum beint að mikilvægi milliríkjasamstarfs til að takast á við þá þreföldu vá sem ógnar plánetunni.

Þá mun fundurinn efla niðurstöðu fimmta Umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna sem haldið var fyrr á þessu ári í Nairobi í Kenía.

Hvað er þrefalda váin sem steðjar að plánetunni?

Þrefalda váin felst í þremur innbyrðis tengdum vandamálum sem ógna heilbrigði mannsins og umhverfisins; loftslagsbreytingar, tap líffræðilegs fjölbreytileika, mengun og sóun.

Loftslagsváin á sök á öfgakenndu veðurfari á borð við storma og þurrka, sem eru olía á eld matar- og vatnsskorts. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir loftslagshamfarir ber að helminga árlega losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 og ná losunar-jafnvægi fyrir 2050.

Maðurinn hefur umbreytt 77% af landi jarðar (að Antarktiku undanskilinni) og 87% af hafinu. Rúmlega 2 milljarðar hektara lands hafa verið gerðir ónothæfir með ofnotkun og ein milljón tegunda er í útrýmingarhættu.

Loftmengun er mesta lýðheilsuógn veraldar. Talið er að til hennar megi rekja 7 milljónir snemmbærra dauðsfalla á hverju ári. 11 milljónir tonna af plastrusli er dælt í hafið á hverju ári. Á sama tíma ena 50 milljónir tonna af rafmagnstækjum á haugunum.

Hvað gerir Stokkhólmur+50 til að sporna við hættunni?

Stokkhólmur+50 er ætlað að hraða framkvæmd Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun (Áætlun 2030 (Agenda 2030) og Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna (SDGs)). Markmiðið er heilbrigð pláneta sem aftur er frumforsenda félagslegra- og efnahagslegra framfara, velferðar og viðnámsþróttar.

Með því að boða til fundar margs konar hagsmunaaðila úr öllum heimshornum, er lögð áhersla á mikilvægi þess að fylkja liði úr öllum geirum til þess að vinna megi bug á umhverfisvanda og leggja áherslu á samstilltar aðgerðir. Stockholm+50er einnig ætlað að beina kastljósinu á ábyrgð kynslóðanna á því að vernda jörðina og að lífsnauðsynleg úrræði standi öllum til boða.

Indira Gandhi ávarpar Stokkhólmsráðstefnuna 1972.
Indira Gandhi ávarpar Stokkhólmsráðstefnuna 1972. UN Photo/Yutaka Nagata

Í hálfa öld hafa fulltrúar alls heimsins komið saman til þess að takast á við mestu umhverfis-áskoranir plánetunnar,  frá upprætingu blý-bensíns til þess að vernda rúmlega 38 þúsund tegundir og stöðva eyðingu Óson-lagsins. Með hnattrænni samvinnu hefur tekist að takmarka alþjóðleg viðskipti með kvikasilfur, banna skaðleg efni og lækka verð á endurnýjanlegri orku.

En fimmtíu árum síðar eru skjótari aðgerðir í þágu umhverfisins, baráttu gegn fátækt og fyrir mannréttindum, mikilvægari en nokkru sinni fyrr.

Stokkhólmur+50 er einstakt tækifæri til að marka þáttaskil og þoka mannkyninu áleiðis í átt til heilbrigðari plánetu og velmegun allra.

Fylgist með nýjust fréttum af Stokkhólmi+50  hér.