Alþjóðadómstóllinn sýknar Serbíu af þjóðarmorði í Bosníu, en sakfellir fyrir aðgerðarleysi í Srebrenica

0
544

26. febrúar 2007Alþjóðadómstóllinn, (ICJ), helsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna sýknaði Serbíu í dag af ákæru um að hafa framið þjóðarmorð í Bosníu og Hersegóvínu á tíunda áratug síðustu aldar, en sakfelldi ríkið hins vegar fyrir að láta hjá líða að hindra þjóðarmorð þegar meir en sjö þúsund bosnískir múslimar voru myrtir í bænum Srebrenica.



 

Alþjóðadómstóllinn hafnaði líka skaðabótakröfu Bosníu á hendur Serbíu sem arftaka Sambandslýðveldisins Júgóslavíu. Fjöldamorðin í Srebrenica eru þau mannskæðustu í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Dómurinn er bindandi og ekki er hægt að áfrýja honum. Í honum er Serbía hvatt til þess að framselja Ratko Mladic og aðra sem stefnt hefur verið fyrir Glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna fyrir fyrrverandi Júgóslavíu ákærðir fyrir þjóðarmorð. Dómstóllinn (ICTY) er sérdómstóll en umboð hans er að dæma einstaklinga. Nánari upplýsingar:  http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21672&Cr=ICJ&Cr1=