Alþjóðlegur dagur frumbyggja: Réttindi þeirra sem kjósa einangrun

0
4
Alþjóðlegur dagur frumbyggja 9.ágúst. Samsett úr myndum eftir PAHO , Martine Perret og UNICEF Ecuador-Arcos
Alþjóðlegur dagur frumbyggja 9.ágúst. Samsett úr myndum eftir PAHO , Martine Perret og UNICEF Ecuador-Arcos

Alþjóðlegur dagur frumbyggja. Talið er að um það bil 200 hópar frumbyggja í heiminum kjósi að vera út af fyrir sig og hafa sem minnst samskipti við umheiminn.

Alþjóðlegur dagur frumbyggja heimsins 2024, 9.ágúst, snýst að þessu sinni um að vernda réttindi þessa fólks. Þau eru tryggð í Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi frumbyggja frá 2007.

Mynd: UN

Heimkynni einangraðra frumbyggja auðug

Einangruðu frumbyggjahóparnir búa í Bólívíu, Ekvador, Indlandi, Indónesíu, Kólombíu, Papúa Nýju Gíneu, Perú og Venesúela. Þeir kjósa að lifa lífi sínu án tengsla við aðra. Oftast nær flytja þeir sig frá stað til staðar og stunda veiðar eða lifa á landinu. Með þessu móti varðveita þeir menningu sína og tungu. Þessir hópar eru afar háðir því vistkerfi sem þeir búa í. Jafnt einstaklingum sem hópunum í heild kann að stafa hætta af hvers kyns breytingum á búsvæði þeirra.

Því miður eru réttindi frumbyggja í sjálfskipaðri einangrun oft virt að vettugi og því er Alþjóðlegur dagur frumbyggja að þessu sinni helgaður þeim. Heimkynni þeirra eru oft og tíðum rík af náttúruauðlindum. Gengið er á skóga vegna þróunar landbúnaðar, námagraftar og ferðamennsku. Allt þetta raskar lífi þessarar hópa og því náttúrulega umhverfi sem þeir hafa verndað kynslóð eftir kynslóð.

Sjúkdómar ógna samfélögum frumbyggja

Frumbyggjum sem kosið hafa einangrun stafar mest hætt af sjúkdómum. Sökum einangrunar hafa þeir ekki þróað með sér ónæmi gegn tiltölulega algengum sjúkdómum. Af þeim sökum getur það haft alvarlegar afleiðingar og jafnvel eytt heilu samfélögum, ef þeir eru þvingaðir til að hafa samskipti við aðra.

Samar og Inútíar eru frumbyggjar Norðurlanda.
Samar og Inútíar eru frumbyggjar Norðurlanda. Mynd: UN

Engir eru betur til þess fallnir að vernda skóganna, þar sem þeir búar, en einmitt þessir hópar í sjálfskipaðri einangrun. Þar sem sameiginlega réttindi þeirra til lands eru vernduð, blómgast skógar og samfélög þeirra. Tilvist þessara hópa er þýðingarmikil í baráttunni fyrir plánetunni okkar. Jafnframt er mikilvægt að vernda réttindi þeirra til menningarlegrar og tungumálalegrar fjölbreytni.

Frumbyggjar í heiminum eru um 476 milljónir talsins og búa þeir í rúmlega 90 löndum. Grænlenskir Inúítar og Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru í hópi frumbyggja Norðurlanda.

Sjá nánar um alþjóðlega daginn hér.