Alþjóðlegur minningardagur um Helförina

0
509
Alþjóðlegur minningardagur um Helförina
Danskir gyðingar komnir heilu og höldnu til Svíþjóðar 6.október 1943. Alþjóðlegur minningardagur um Helförina Wikimedia. Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

Alþjóðlegur minningardagur um Helförina. Nærri áttatíu ár eru liðin frá því langflestum dönskum gyðingum var forðað frá því að bætast í hóp fórnarlamba helfararinnar. 27.janúar er alþjóðlegur minningardagur um helförin og ástæða til að rifja upp hvernig gyðingum í Danmörku var bjargað úr klóm nasista.

Nóttina 1.til 2.október 1943 ætlaði þýska hernámsstjórnin að hrinda í framkvæmd áætlun um útrýmingu gyðinga í landinu. Til stóð að handataka alla gyðinga og senda þá til Theresienstadt, sem þá var í Tékkólslóvakíu. Þaðan átti að flytja þá í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz í Póllandi.

 Alþjóðlegur minningardagur um Helförina
Flóttafólk á leið frá Falster til Yestad. Alþjóðlegur minningardagur um Helförina Wikimedia. Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

Þessar fyrirætlanir tókust hins vegar ekki þökk sé þúsundum Dana, en fyrir atbeini þeirra tókst að bjarga 95% danskra gyðinga og koma þeim heilu og höldnu yfir Eyrarsundið til Svíþjóðar. 

Danmörk var hernumin af Þýskalandi nasismans vorið 1940, en lengst af hélt danska stjórnin áfram störfum. Eftir fall Mússólínis einræðisherra Ítalíu og ófara á austurvígstöðvunum, jókst andspyrna Dana og Þjóðverjar hertu tökin í Danmörku.

Björgun gyðinga

Alþjóðlegur minningardagur um helförina
Auschwitz. Alþjóðlegur minningardagur um helförina

 Við þessar aðstæður ætluðu Þjóðverjar að láta til skarar skríða gegn gyðingum. Áður en af því varð var fyrirætlunum lekið til danska jafnaðarmannsins Hans Hedtofts. Hann varaði samfélag danskra gyðinga við og þeir gátu því skipulagt flótta.

Margir Danir skutu skjólshúsi yfir gyðinga þar til þeir fengu far yfir Eyrarsundið fyrst og fremst í fiskibátum.

Alþjóðlegur minningardagur um Helförina
Bátur sem notaður var í flóttanum. Alþjóðlegur minningardagur um Helförina. Wikimedia. Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

Björgun danskra gyðingar varð fræg um allan heim og talin dæmi um einstakan vilja Dana til að bjarga gyðingum, ólíkt öðrum Evrópuþjóðum. Sagnfræðingar eru þó ekki á einu máli um hvernig skilja beri þessa atburði. Margir fiskimannanna tóku háa þóknun fyrir að koma flóttafólkinu yfir sundið. Í augum sumra sagnfræðinga gefur þetta undan hugmyndinni um fórnfýsi Dana. Aðrir benda á að þetta hafi verið lífshættulegt fyrirtæki. Ekki hafi verið óeðlilegt af fiskimönnunum að fara fram á borgun fyrir að stofna lífi sínu í hættu.

Helför.
Auschwitz. Mynd: Karsten Winegeart / Unsplash

Þegar upp er staðið var 7 þúsund gyðingum eða 95% gyðinga í Danmörku bjargað. Því verður tæpast á móti mælt að með þessu stóðu Danir upp í hárinu á grimmarlegri kynþáttahyggju og þjóðarmorði.

Baráttan gegn kynþáttalegri mismunun og óréttlæti um allan heim hefur verið einn af hornsteinum Sameinuðu þjóðanna frá 1945 og til dagsins í dag.

Alþjóðlegur minningardagur

Alþjóðlegur minningardagur um Helförina
Gleraugu sem safnað var í Auschwitz. Alþjóðlegur minningardagur um Helförina, Mynd: UNESCO

 Markmið Alþjóðlegs minningardags um Helförina er að minnast þeirra sex milljóna gyðinga, sem létu lífið. Einnig að vekja fólk til vitundar um þennan atburð. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi 27.janúar sem minningardag um helförina en þann dag frelsaði Rauði herinn Auschwitz úr klóm nasista.  

Fáir risu upp – margir höfðust ekki að

Í ávarpi sínu á alþjóðlega minningardaginn um Helförina sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að nasistum hefði einungis tekist ætlunarverk sitt gegn gyðingum, „vegna þess að svo fáir risu upp og svo margir höfðust ekki að.”

Helför
Myndasýning í tilefni af afmælis Kristallnæturinnar í New York. Mynd: UN Photo/Evan Schneider

„Þegar við minnumst Helfararinnar, erum við meðvituð um ógnir við frelsi, mannlega reisn og mennsku – líka á okkar tímum. Í dag hafa hryðjuverk í nafni yfirráða hvíta kynstofnsins farið vaxandi samfara efnahagslegri óánægju og pólitískum óstöðugleika.  Nú þegar hatri og trúarlegu ofstæki vex einnig fiskur um hrygg ber okkur, sem aldrei fyrr að láta rödd okkar heyrast,“ sagði Guterres í ávarpi sínu.