Alþjóðlegur sáttmáli um netglæpi í burðarliðnum

0
587
Alþjóðlegur netglæpasamningur
Alþjóðlegur netglæpasamningur

Viðræður um nýjan sáttmála Sameinuðu þjóðanna um net- og tölvuglæpi eru komnar á rekspöl eftir langan aðdraganda. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember 2019 að hefja viðræður um slíkan samning. Hann snýst um netið og tölvur en kann líka að snerta á mikilvægum þáttum mannréttinda.

En í hverju felast netglæpir?

Alþjóðlegur netglæpasamningur  Enginn alþjóðleg skilgreining er til um netglæpi eða netárásir. Að sögn Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyf og glæpi (UNODC) snúast brot oft og tíðum um málefni sem tengjast tölvunotkun og efni á netinu, ekki síst höfundarrétt.

Almennt má segja að að netglæpir séu þá framdir á netinu,eða netið auðveldi þá. Sérstök tegund þessara glæpa er misnotkun barna á netinu.

 Ekkert Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun fjallar beinlínis um netglæpi. Þeir geta þó verið hindranir í vegi sumra þeirra. Þar má nefna númer 15 um Frið, réttlæti og öflugar stofnanir. Sérstaklega undirmarkmið 1, 4 og 15 sem taka á ofbeldi og álíkaglæpum, svo sem spillingu og vopnasmygli.

 Þessu til viðbótar auðveldar upplýsinga- og samskiptatækni ákveðna glæpi, svo sem að blekkja fórnarlömb mansals og misnotkun kvenna, sem fellur undir ofbeldi gegn konum (Heimsmarkmið 5.2).  I

 Netglæpa-samningar

António Guterres heilsar Angelu Merkel á Netstjórnunarþinginu í Berlín 25.-26. nóvember 2019.

António Guterres heilsar Angelu Merkel á Netstjórnunarþinginu í Berlín 25.-26. nóvember 2019. Mynd:
UN Photo/Tobias Hofsaess

 Netstjórnunar vettvangur (The Internet Governance Forum) er haldinn á hverju ári til að ræða opinbera stefnu í málefnum sem tengjast netinu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði á fundi vettvangsins í Berlín 2019 að „aukin tíðni og alvarleiki netárása græfu undan trausti og hvettu ríki til þess að setja sig í árásar-stellingar í netheimum til að takast á við óvini.”

Nokkrir þjóðarleiðtogar ávörpuðu fundinn. Angela Merkel þáverandi kanslari Þýskalands sagði: „Við þurfum að komast að samkomulagi um hvernig vernda má mannréttindi, lýðræði og sjónarmið réttarríkisins á stafrænni öld, hvernig efla má jafna þátttöku og öryggi á netinu og byggja upp traust.”

Nokkrir sáttmálar og samningar eru til sem taka á netglæpum en ekkert lagalegt úrræði á vegum Sameinuðu þjóðanna.

  Aukin völd lögreglu og mannréttindi

Í desember 2019 samþykkti Allsherjarþingið ályktun um að „bregðast þyrfi við aukinni (mis)notkun upplýsinga- og samskiptatækni í glæpsamlegu skyni.” Skipuð var nefnd í því skyni að undirbúa alþjóðlega netglæpasaming.

Alþjóðlegur netglæpasamningur
John Brandolino sérfræðingur um alþjóða samninga hjá UNODC.

Fyrsti fundur var haldinn í mars 2022. John Brandolino sérfræðingur um alþjóðasáttmála hjá UNODC hefur bent á að það hafi tekið mörg ár að fá Sameinuðu þjóðirnar til að samþykkja samning til að uppræta spilingu. „Í dag erum við að hefja viðræður um samning um ananð umfangsmikið mál sem teygir anga sína til allra heimshorna: netglæpa,” sagið hann.

Fjölmargar ríkisstjórnir hafa tekið þátt í fundum um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Að mati hagsmunasamtakanna Electronic Frontier Foundation (EFF), mun „samningurinn, ef hann verður samþykktur, endurskapa glæpalöggjöf og auka völd lögreglu sem starfar þvert á landamæri við að fá aðgang að og skiptast á upplýsingum. Slíkt myndi snerta rétt til einkalífs og mannréttindi milljarða manna um allan heim.”

Annar fundur sérstöku nefndarinnar um samninginn verður haldinn í lok maí og júní í Vínarborg.

Sjá nánar hér, hér og hér.