Alþjóðaár sjálfbærrar orku sett

0
465

Forseti Íslands og Ban Ki-moon ræða jarðhita

Sameinuðu þjóðirnar ýttu formlega úr vör Alþjóðlegu ári sjálfbærrar orku fyrir alla á Framtíðarorkuþinginu  í Abu Dhabi. Sameinuðu þjóðirnar hvöttu til þess við setningu ársins að ríkisstjórnir, einkageirinn og borgarlegt samfélag tækju höndum saman um að auka aðgang að orku, efla skilvirkni og auka notkun endurnýjanlegrar orku.

501844

Einn af hverjum fimm jarðabúum hefur ekki aðgang að rafmagni og tvöfalt fleiri eða þrír milljarðar manna reiða sig á við, kol, viðarkol eða tað til að elda og hita húsnæði.
 “Við erum hér til þess að reisa nýja orku-framtíð…framtíð þar sem afl tækni og nýjunga er virkjað í þágu fólksins og jarðarinnar,” sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna við setningu Framtíðarokruþingsins í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum.  
 “Sjálfbær orka fyrir alla er innan seilingar,” sagði hann á þinginu sem jafnframt markar upphafi Alþjóðlega árs sjálfbærrar orku fyrir alla -2012.
Ban lagði áherslu á að orka væri miðlæg hvarvetna; sem aflvaki efnahagslífins til upprætingu fátæktar eins og stefnt væri að í Þúsaldarmarkmiðunum um þróun. Orka væri lykilatriði í baráttunni við loftslagsbreytingar og þýðingarmikill þáttur í hnattrænu öryyggi.

 

“Orkan er sá rauði þráður sem er efniviður hagvaxtar, aukins félagslegs jafnréttis og sjálfbærs umhverfis.”  
Engu að síður, benti hann á, dæmir orkufátækt milljarða manna til að lifa í myrkri, búa við slæma heilsu og missa af tækifærum til menntunar og að komast til bjargálna. “Þess vegna verður að binda enda á orku-fátækt…Við skulum kveikja ljós á öllum heimilum heimsins.”  
Hann hvatti til þess að gerð yrði gangskör að því að kynna vel heppnuð dæmi um notkun hreinnar orku og orkusparandi tækni; nýjungar sem kynna mætti í þróunarlöndum. Ban hvatti til samstarfs við einkageirann og lýsti eftir hugsjónaríkri forystu.
Framkvæmdastjórinn skipaði í fyrra hóp háttsettra einstaklinga til að efla aðgerðir til að draga úr orku-fátækt, glæða sjálfbæran hagvöxt og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Hópnum hefur verið falið að kynna Sjálfbæra orku fyrir alla – frumkvæðið. Með því er stefnt að því að tryggja almennan aðgang að nútíma orku, tvöfalda aukningu skilvirkrar orkunýtingar og tvöfölda hlut endurnýjanlegrar orku í heildar orkunotkun: allt fyrir 2030.
 “Markmið okkar,” sagði Ban á blaðamannafundi, “er að draga úr fátækt, sjá til að allir hafi sín tækifæri til að efla alþjóðlegan efnahag og berjast gegn loftslagsbreytingum. Þetta er þrefaldur vinningur á erfiðum tímum.”
Ban Ki-moon átti viðræður við fjölda erlendra fyrirmanna, þar á meðal Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, Kim Hwang-sik, forsætisráðherra Suður-Kóreu og Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands.
Ræddu Ban og Ólafur Ragnar um jarðhita, loftslagsbreytingar og alþjóðleg efnahagsmál.