Alþjóðastofnanir á samskiptaöld

0
462

 socialmedianewsletter2

Tilkoma samskiptamiðla hefur breytt því hvernig alþjóðasamtök, félög og góðgerðasamtök koma málstað sínum og upplýsingum á framfæri.

 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur forystu í heiminum hvað varðar fjölda áhangenda á Twitter, en alls fylgja nærri tvær milljónir og þrjú hundruð þúsund manns með “tvítum” samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar, World Economic Forum, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og WWF hafa öll meir en eina milljón áhangenda.

Alþjóðleg félagasamtök á borð við Amnesty International og Greenpeace eru þekkt fyrir hugvitsamlega notkun samskiptamiðla. Skipst er á ljósmyndum, safnað undirskriftum og nýir félagar virkjaðir. Herferð Grænfriðunga til höfuðs olíuborunum nærri Norðurheimskautinu hefur vakið mikla athygli og hafa nærri fjórar milljónir manna undirritað áskorun um verndun Norðureimskautsins.  

Samskiptamiðlar bóða upp á áhugaverða möguleika á að deila reynslu og upplýsingum jafnóðum. Fyrr á þessu ári stofnaði Flóttamannahjálp SÞ Twitter síðu þar sem fylgjast má með hversdagslífi þúsunda sýrlenskra flóttamanna í búðum í Jórdaníu – í beinni.   

Norðurlandasvið UNRIC er á sínum stað bæði á Facebook og Twitter. “Tvítað” er á öllum fimm höfuðtungum Norðurlanda og finna má upplýsingar á Norðurlandamálunum á Facebook.  Ef þið viljið fá nýjustu fréttir og taka þátt í umræðunni, sláist þá í hópinn á facebook og Twitter. Auk þess má einnig nálgast okkur með gamla laginu á vefsíðu okkar á íslensku.