Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn

0
660

ICC-building.jpg

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í stuttu máli

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) er fyrsti varanlegi, alþjóðlegi dómstóllinn sem hefur það hlutverk að dæma í málum sem stríðsglæpum, glæpum gegn mannúð og hópmorðum.

Sú mikla hatursfulla grimmd sem ríkt hefur í heiminum á undanförnum 20 árum varð kveikjan að stofnun varanlegs afls sem kærir einstaklinga sem gert hafa sig seka um brot sem hópmorð og þjóðernishreinsun og til að koma í veg fyrir það refsileysi, sem valdhafar hafa oft notið við.

Á alþjóðaráðstefnu í Róm árið 1998 voru 120 ríki sammála um stofnun varanlegs sakamáladómstóls. Dómstóllinn dæmir í málum einstaklinga er framið hafa alvarlega glæpi sem hópmorð, stríðsglæpi og brot gegn mannúð og færir þá til saka. Ákveðið var að dómstóllinn tæki til starfa tveim mánuðum eftir að 60 ríki höfðu fullgilt samþykkt dómstólsins – Rómarsamþykktina. (Sjá Lög um framkævæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn í Lagasafni Alþingis). Síðustu fullgildingarnar sem til þurfti, áttu sér stað þann 11. apríl 2002. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hóf störf þann 1. júlí 2002. Eingöngu brot sem framin hafa verið eftir 1. júlí 2002 falla undir lögsögu dómstólsins.
Dómstóllinn hefur aðsetur í Haag.

{mospagebreak title=Forsaga}

ICC-building.jpg

Forsaga

Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi haft í hyggju að stofa alþjóðlegan sakamáladómstól. Í ályktun 260 frá 9. desember 1948, hvatti allsherjarþingið Alþjóðalaganefndina (ILC) til að kanna hvort mögulegt og æskilegt væri að stofna alþjóðlegt lagalegt afl sem hægt væri að beita til að draga einsaklinga sem framið hafa hópmorð og brot gegn mannúð fyrir dóm.

Alþjóðalaganefndin staðfesti að alþjóðlegur sakamáladómstóll sem gæti ákært einstaklinga fyrir þjóðarmorð eða aðra slíka stórglæpi, væri bæði æskilegur og mögulegt að koma á laggirnar. Allsherjarþingið skipaði nefnd sem undirbúa átti tillögu um það hvernig stofna skuli slíkan dómstól. Árið 1951 lagði nefndin tillöguna fram og enn endurskoðaða tillögu árið 1953. En allsherjarþingið ákvað að fresta meðhöndlun tillögunnar og bíða eftir samþykkt um það hvernig skilgreina skuli ofbeldisverknað.

Í desember 1898 bað allsherjarþingið Alþjóðalaganefndina, að ósk Trínidads og Tóbagó, um að taka upp starfið þar sem frá var horfið varðandi alþjóðlega sakamáladómstólinn. Alþjóðalaganefndin lauk starfi sínu með drögum að samþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins sem hún afhendi allsherjarþinginu árið 1994. Allsherjarþingið skipaði sérstaka nefnd sem fékk það hlutverk að fara yfir spurningar og málefni sem upp gætu komið í varðandi tillöguna. Er allsherjarþingið hafði yfirfarið skýrslu nefndarinnar var komið á undirbúningsnefnd sem átti að undirbúa stofnun Alþjóðlegs sakamáladómstóls og kynna skyldi á ráðstefnunni. Í apríl 1998 var tillagan tilbúin.

Á ráðstefnunni í Róm árið 1998 var svo lögð lokahönd á drögin þar sem fulltrúar ríkjanna samþykktu stofnun Alþjóðlegs sakamáladómstóls. Samþykktin tók gildi þann 1. júlí 2002, 60 dögum eftir að fleiri en 60 ríki höfðu fullgilt hana. Þann 30. apríl 2002 höfðu 139 ríki skrifað undir Rómarsamþykktina og 89 ríki fullgilt hana. Þann 25. maí árið 2000 varð Ísland 10 aðildarríkið sem fullgilti samþykktina. (Sjá stöðu samþykkta og fullgildinga hér og nánari upplýsingar um aðild Íslands hér).

{mospagebreak title=Uppbygging}

ICC-building.jpg

Uppbygging

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er skipaður 18 alþjóðlegum dómurum. Þeir veljast til níu ára í senn af þingi dómstólsins, sem stendur saman af fulltrúum allra þeirra ríkja sem fullgilt hafa Rómarsamþykktina. Jafnframt tengjast dómstólnum ákærendur og rannsakendur.

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn var stofnaður sem sjálfstæð stofnun sem getur ákært ef brot á sér stað innan lögsögu dómstólsins án sérstaks umboðs Öryggisráðs SÞ.
{mospagebreak title=Starfssvið Alþjóðlega sakamáladómstólsins}

ICC-building.jpg

Starfssvið Alþjóðlega sakamáladómstólsins

Starfssvið Alþjóðlega sakamáladómstólsins er skýrt nákvæmlega í Rómarsamþykktinni. Dómstóllinn getur sótt einstaklinga til saka sem framið hafa stríðsglæpi, brot gegn mannúð og hópmorð. Þau ríki sem fullgilt hafa Rómarsamþykktina skuldbinda sig til að sækja einstaklinga til saka sem ákærðir eru fyrir slík brot, ellegar að vísa málinu til dómstólsins. Dómstóllinn grípur einungis inn í ef dómstólar ríkjanna geta eða vilja ekki dæma í málinu heima í landi. Einnig getur sú staða komið upp að yfirvöld, séu óviljug til lögsækja sína eigin borgara, sérstaklega er þeir eru hátt settir.

Lögsaga dómstólsins nær eingöngu yfir brot sem framin eru eftir að Rómarsamþykktin tók gildi þann 1. júlí 2002. Dómstóllinn getur því ekki hafið lögsókn gegn einstaklingum sem eru ákærðir um glæpi sem framdir voru fyrir þann tíma.

Eftir átökin í Rúanda og fyrrum Júgóslavíu stofnaði öryggisráð SÞ alþjóðlega dómstóla til að sækja lögbrjóta til saka. Þessir dómstólar voru stofnaðir eftir að brotin voru framin og eru bundnir ákveðnum tíma og stað. En varanlegur dómstóll sem hefur umboð til að dæma í málum einstaklinga sem grunaðir eru um alvarlegustu brot, grimmd og fjöldamorð, er mun áhrifaríkari. Hann getur tekið málin fyrr fyrir og, ef þurfa þykir, takmarkað umfang og tímalengd ofbeldisins. Tilurð dómstólsins hefur þar að auki fyrirbyggjandi áhrif.

Alþjóðadómstóllin í Haag (ICJ) dæmir einungis í málum ríkja, ekki einstaklinga. Án Alþjóðlegs sakamáladómstóls sem dæmir í málum einstaklinga mundu einstaklingar sem ákærðir eru fyrir hópmorð og óhugnaleg brot gegn mannréttindum sleppa án refsingar. Á undanförnum 50 árum hafa átt sér stað mörg dæmi um brot gegn mannúð og stríðsglæpir, sem enginn hefur verið sóttur til saka fyrir.
{mospagebreak title=Hvenær getur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gripið inn í?}

ICC-building.jpg

Hvenær getur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gripið inn í?

Þegar ríki hefur fullgilt Rómarsamþykktina viðurkennir það lögsögu dómstólsins samkvæmt samþykktinni. Svo dómstóllinn geti tekið að sér mál, þarf annað hvort eitt af ríkjunum sem fullgilt hafa samþykktina eða öryggisráðið að vísa máli til ákæranda, eða ákærandi sjálfur skal taka málið fyrir til bráðabirgðarannsóknar.

Lögsaga dómstólsins er virk við eftirfarandi aðstæður:

  • Þegar einn eða fleiri hlutaðeigandi, er ríki sem fullgilt hefur samþykktina.
  • Þegar ákærði er borgari ríkis sem fullgilt hefur samþykktina.
  • Þegar brotin eru framin í ríki sem fullgilt hefur samþykktina.
  • Þegar ríki sem ekki hefur fullgilt samþykktina viðurkennir lögsögu dómstólsins gegn ákveðnu broti, sem gerist á svæði ríkis eða framið af borgara ríkisins.

Þessi skilyrði gilda þó ekki ef öryggisráðið vísar máli til saksóknara samkvæmt VII kafla sáttmála SÞ.

{mospagebreak title=Dómstólar ríkjanna og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn}

ICC-building.jpg

Dómstólar ríkjanna og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn getur einungis gripið inn í ef dómstólar viðkomandi ríkis geta eða vilja ekki taka málið fyrir sjálfir. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ekki viðbót við ákvörðunartöku ríkja. En það getur komið upp sú staða þar sem réttarkerfi virka ekki sem skildi eða bresta. Það getur einnig komið upp sú staða að stjórnvöld líti framhjá glæpum eða taka jafnvel þátt í þeim sjálf, eða að fólk sé óviljugt til að lögsækja valdamikla aðila.
{mospagebreak title=Hver greiðir fyrir alþjóðlega sakamáladómstólinn?}

ICC-building.jpg

Hver greiðir fyrir alþjóðlega sakamáladómstólinn?

Alþjóðlegi sakamáladómstólinn er ekki stofnun innan Sameinuðu þjóðanna heldur sjálfstæð alþjóðleg stofnun.

Samkvæmt Rómarsamþykktinni skal fjármagna dómstólinn með föstu framlagi þeirra ríkja sem fullgilt hafa samþykktina, ásamt frjálsu framlagi ríkisstjórna, alþjóðlegra stofnanna, einstaklinga o.fl. Kostnaðurinn við mál sem er vísað til dómstólsins af öryggisráði SÞ, geta SÞ í sérstökum tilfellum stutt ef allsherjarþingið samþykkir það.
{mospagebreak title=Hvar hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn aðsetur?}

ICC-building.jpg

Hvar hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn aðsetur?

Alþjóðlegi sakamáladómstólinn hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Gert er ráð fyrir að byggingin sem verður 30.000 m² verði tilbúin árið 2007. Þar til mun Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafa aðsetur í Haag hjá alþjóðlega stríðsglæpastólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu.
{mospagebreak title=Tenglar}

Tenglar

Nánari upplýsingar á ensku: