Alþjóðlegt ár skóga

0
555

Ellefu ára skátastelpur á meðal “skógarhetja” Sameinuðu þjóðanna

Haiti skógurÁgangur á skóglendi nærri Port au Prince á Haítí. SÞ-mynd/Logan Abassi

10. febrúar. Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt baráttufólk á aldrinum 11 til 77 ára “skógarhetjur” fyrir jákvætt framlag í þágu skóga heimsins við lok Alþjóðlegs árs skóga.

• Tvær skátastúlkur Rhiannon Tomtishen og Madison Vorva, fengu viðurkenningu Norður-Ameríku fyrir að fá því framgegnt að Skátahreyfing stúlkna hætti að nota smákökur sem innihelda pálmaolíu þegar þær voru aðeins ellefu ára. Ofnýting pálmatrjáa er hluti af eyðileggingu regnskóga.

• Nzegha Mzeka, 77ára Kamerúni var heiðraður fyrir starf sitt við starfrækslu býflugnabúa, kennslu og skógrækt.

• Anatoly Lebedev fékk Evrópu-viðurkenninguna fyrir að berjast gegn ólöglegu skógarhöggi og umhverfisspjöllum í Rússlandi sem ógna hvort tveggja byggðum frumbyggja og Síberíu-tígrisdýrum.

• Paulo Adario fékk Suður-Ameríku-viðurkenninguna fyrir að berjast fyrir vernd regnskógarins í Amazon-frumskóginum þrátt fyrir morðhótanir og erjur við hagsmunahópa.

Dómnefnd heiðraði einnig minningu José Claudio Ribeiro og Maria do Espírito Santo, tveggja baráttumanna sem voru myrt í Brasilíu vegna baráttu sinnar fyrir verndun skóglendis. “Við stofnuðum til Skógarhetju-verðlaunanna til þess að velja og heiðra fólk í hópi þeirra óteljandi einstaklinga um allan heim sem hafa helgað sig því hlúa að skógum á hljóðlátan hátt en að sama skapi af miklum hetjuskap,” sagði Jan McAlpine, forstjóri Skógarvettvangs Sameinuðu þjóðanna (UN Forum on Forests (UNFF)). Verðlaunin voru tilkynnt á blaðamannafundi sem einnig markaði lok Alþjóðlegs árs skóga.

Skógar þekja 31% alls lands jarðarinnar og hýsa milljón billjóna tonna af kolefni og sjá 1.6 milljarði manna fyrir lífsviðurværi. Á hinn bóginn veldur ágangur á skóglendi frá 12 til 20 prósentum af losnun gróðurhúsalofttegunda sem stuðla að hlýnun jarðar, samkvæmt upplýsingum Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC).