Ári eftir sprenginguna í Beirút þurfa 98% aðstoð

0
640
Beirút sprenging
Fouad Choufany/UNICEF

Einu ári eftir sprenginguna miklu í Beirút þurfa 98% fjölskyldna á aðstoð að halda að því er fram kemur í könnun Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. 

Amina J. Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti til þess í dag að gegnsæ og rækileg rannsókn færi fram á sprengingunni. Hún sagði á Alþjóðaráðstefnu í París til stuðnings líbönsku þjóðinni að Líbanon stæði andspænis einni erfiðustu kreppu í sögu landsins.

„Meir en helmingur Líbana búa við fátækt. Þriðji hver líður fyrir fæðu-óöryggi. Nærri 4 milljónir eiga í erfiðleikum með að afla sér neyslu-vatns. Hundruð þúsunda barna eiga á hættu að falla úr skóla. Við getum aðeins náð tilætluðum árangri með í því að vinna samana að þeim tröllauknu verkefnum sem við blasa,“ sagði Amina Mohammed.

Í könnun UNICEF kom fram að börn hafa orðið fyrir miklu áfalli. Fjölskyldur þeirra hafa glíma við miklu erfiðleika sem erfiðara er að glíma við vegna hruns hagkerfisins, pólitísks óstöðugleika og COVID-19 heimsfaraldursins.

Könnun var gerð í júlí og byggði í símaviðtölum við 1.187 heimili.

Sprengingin 4.ágúst 2020 eyðilagði stóran hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons. Meir en 200 létust, þar af sex börn. 6500, þar af eitt þúsund börn, slösuðust.

Baráttan við að lifa af

Beirút sprenging
Rashid Khreiss/Usplash

„Einu ári eftir þennan hræðilega atburð hefur líf barna ekki komist í samt lag og þau hafa orðið fyrir miklu áfalli. Þetta er það sem við heyrum frá foreldrum,“ segir Yukie Mokuo, fulltrúi UNICEF í Líbanon.

„Þessar fjölskyldur hafa reynt að endurreisa líf sitt við verstu mögulegu aðstæður vegna hrikalegrar efnahagskreppu og heimsfaraldursins.“

UNICEF segir að sjö af hverjum 10 fjölskyldur hafi beðið um aðstoð í kjölfar sprengingarinnar, aðallega reiðufé og mat og nærri allir þurfa aðstoð í dag.

Þriðjungur fjölskyldna með börn yngri en 18 ára segja að, að minnsta kosti eitt barnanna á heimilinni sýni merki um andlegt álag. Nærri helmingur fullorðinn sýnir slík merki.

Könnunin leiddi líka í ljós að heimili nærri allra fjölskyldna þurftu á viðberðum að halda eftir sprenginguna. Enn á eftir að gera við helming þeirra.

Fjögur af hverjum tíu heimilum segj að vatn hafi farið úr skorðum hjá þeim og nærri fjórðungur glímir enn við þann vanda í dag.

Þreföld kreppa

Kona leitar í rústum heimilis síns í Beirút. Mynd: UNOCHA

„Frá því sprengingin varð hefur Líbanon verið frjálsu falli. Landið hefur glímt við efnahags-, pólitíska og COVID-19 kreppu. Niðurstaðan er sú að nærri hvert einasta barn í landinu er berskjaldað og þarfnast aðstoðar,“ segir   Ted Chaiban,  framkvæmdastjóri UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.

„Ef breytingar, endureisn og reikningsskil eiga sér ekki stað nú, gerist það kannski aldrei. Og ef svo fer gæti það dregið landið niður í hyldýpi þaðan sem það á sér ekki undankomu auðið. Á afmæli sprengingarinnar hvetur UNICEF til aðgerða og segir að líbönsk börn verði að vera í forgrunni og réttindi þeirra beri að virða.

Hvatning til aðgerða

Leiðtogar Líbanons eru hvattir til að slíðra sverðin og koma á fót ríkisstjórn til þess að beina landinu inn á braut endurreisnar. Þá eru yfirvöld hvött til að tryggja þeim fjölskyldum réttáta málsmeðferð sem urðu fyrir skakkaföllum og draga til ábyrgðar þá sem eiga sök.

Réttindi fórnarlamba ber að virða.

Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til þess að ábyrgðarskil skuli gerð vegna hinnar djúpu kreppu í Líbanon eftir sprngingarnar.

Bachelet telur brýnt að ríkisstjórnin tryggi gegnsæja, skilvirka, ræklega og hlutlæga rannsókn á þessum atburði, að því er fram kom í máli talskonu hennar Marta Hurtado á blaðamannafundi í Genf í gær.

„Í upphafi ríkti kröftug þjóðar-samstaða og allir tóku höndum saman. Ríkisstjórn ýtti af stað dómsrannsón. Nú 12 mánuðum síðar bíða fórnarlömb og ástvinir þeirra enn eftir réttlæti og að sannleikurinn verði leiddur í ljos. Rannsókn virðist hafa stöðvast og áhyggjur eru af gegnsæi og ábyrgðarskilum,“ sagði hún

Menntakerfið í rúst

Sprenging í Beirút
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru á meðal þeirra þúsunda sem þurftu á læknisaðstoð að halda.

Nám 85 þúsund námsmanna fór úr skorðum. 226 skólar, 20 þjálfunarmiðstöðvar og 32 háskólasvæði urðu fyrir skemmdum.

Líbanska menntamálaráðuneytið bað UNESCO um að samræma endurreisnarstarf. Stofnunin vinnur að viðrgerðum á 115 skólum og 20 þjálfunarmiðstöðvum og þremur æðri menntastofnunum. Lokið hefur veirð viðgerðum á 85 skólum.

Matarskortur

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) segir að margar fjölskyldur í Líbanon eigi enn erfitt með að brauðfæða sig ári eftir harmleikinn.

„Á því ári sem liðið er frá sprengingunni í höfninni í Beirút, hefur gjaldmiðillinn hrunið og hefur aðeins fimmtánda hluta virði sína. Verðbólgan er svo mikil að stór hluti íbúanna hefur ekki til hnífs og skeiðar,“ segir Tomson Phiri talsmaður WFP

„Í júní aðstoðaði WFP nærri 400 þúsund Líbani, “ 987 þúsund sýrlenska flóttamenn og 21 þúsund flóttamenn af öðru þjóðerni.“