Áttundi hver maður sveltur

0
450

hunger

10.október 2012. Nærri 870 milljónir manna, eða áttunda hvert mannsbarn þjáðist af krónískri vannæringu á árunum 210-2012 að því er kemur fram í nýrri Hungurskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem þrjár stofnanir samtakanna gáfu út í gær. Langstærstur hluti hinna sveltandi eða 852 milljónir búa í þróunarríkjum en 16 milljónir vannærðra búa í þróuðum ríkjum.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að fjöldi hungraðra í heiminum hefur minniað verulega á undanförnum áratugum. Fjöldi hungraðra minnkaði um 132 milljónir á árunum frá 1990-92 til 2010-12 eða úr 18.6 prósentum í 12.5 prósenta af mannfjölda heimsins. Í þróunarríkjunum minnkaði hlutfallið úr 23.2 prósentum í 14.9 í prósent. Þetta þýðir að hvað þetta varðar er fyllilega kleyft að ná Þúsaldarmarkmiðum um þróun ef til réttra aðgerða er gripið. Fjöldi hungraðra minnkaði meir frá 1990 til 2007 en áður var talið. Frá 2007 hefur hins vegar gengið hægar að vinna á fjölda hungraðra og jafnvel orðið bakslag.

„Okkar heimur býður upp á fordæmalaus tæknileg- og efnahagsleg tækifæri og því er það óásættanlegt að meir en 100 milljónir barna undir fimm ára aldri séu undir eðlilegri þyngd og sé því svipt möguleikum á eðlilegum mannlegum þroska og félagslegum- og efnahagslegum tækifæru. Það er skelfileg staðreynd að vannæring er dánarorsök 2.5 milljóna barna á hverju ári, “ segja í sameiginlegum formála skýrslunnar þeir José Graziano da Silva, Kanayo F. Nwanze og Ertharin Cousin, oddvitar FAO (Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna), IFAD (Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar) og WFP (Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna).

Mynd: Sómalskir flóttamenn í Buramino flóttamannabúðunum í Eþíópíu. WFP/Jiro Ose