Ban: Evrovision var kennslustund í mannréttindum

0
443

 Conchita

4.nóvember 2014. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að sigur austurríska skemmtikraftsins Conchita í Evrovsion hafi verið „rafmögnuð kennslustund í mannréttindum.” 

Ban notaði tækifærið þegar Conchita tróð upp á 25 ára afmæli Alþjóðamiðstöðvarinnar í Vínarborg til að beina kastljósinu að mannréttindum. Það er austurríski söngvarinn Thomas Neuwirth sem bregður sér í líki Conchita, skeggjuðu drag-drottningarinnar. „Hún skorar á hólm viðteknar hugmyndir um kynferði og kynhneigð og biður okkur um að viðurkenna hana eins og hún er,” sagði Ban. 

conchita2Þetta eru öflug skilaborð,” sagði hann og hrósaði Conchita fyrir að vera boðberi virðingar fyrir margbreytileika sem væri eitt af helstu gildum” Sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mismunun á hvorki heima innan Sameinuðu þjóðanna né yfirleitt í hemi 21.aldarinnar. 

Ég er, sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stoltur af því að berjast fyrir jafnrétti allra meðlima fjöllskyldu mannsins, burtséð frá þvíð hverjir þeir eru og hverja þeir elska,” sagði Ban. Framkvæmdastjórinn fagnaði einnnig Hilda-Olivia Sarkissian, en hún er fyrsti starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem hefur fengið viðurkenningu á fjölskyldustöðu sinni eftir breytingar á reglum Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári til að viðurkenna sambönd samkynhneigðra. 

Ég mun halda áfram að berjast gegn andúð á samkynhneigðum og transfólki,” lýsti Ban yfir.

Ég hvet ykkur öll til að leggja Free & Equal herferðinni lið” og átti við herferð Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna til að efla virðingu fyrir réttindum hinsegin fólks (LGBT) um allan heim.  Alþjóðamiðstöðin í Vínarborg var vígð árið 1979 og hýsti í fyrstu Alþjóða kjarnorkumálastofnunina (IAED) og Iðnþróunarstofnun SÞ (UNIDO), en nú eru þar 4500 skrifstofur og 3600 starfsmenn frá um 100 ríkjum

Myndir: SÞ-myndir/Amanda Voisard.