Ban fordæmir hryðjuverkin í Brussel

0
454
terror

terror

22.mars 2016. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt viðurstyggilega” hryðjuverkaárás í Brussel.

Í yfirlýsingu frá talsmanni aðalframkvæmdastjórans segir að hann votti fórnarlömbum og aðstandendum þeirra samúð og sýni Belgum og belgísku ríkisstjórninni samstöðu sína.

Þessum viðurstyggilegu árásum er beint að hjarta Belgíu og miðstöð Evrópusambandsins. Aðalframkvæmdastjórinn vonar að þeir sem bera ábyrgð á voðaverkunum verði dregnir fyrir rétt hið fyrsta. Hann er þess fullviss að staðfastur stuðningur Belgíu og Evrópu við mannréttindi, lýðræði og friðsamlega sambúð muni eftir sem áður verða hið sanna og endanlega andsvar við því hatri og ofbeldi sem beindist að þeim í dag.”

Ljósmynd: Sjúkrabifreið ekur með særða frá Maalbaek jarðlestarstöðinni, ráðherraráð Evrópusambandsins í baksýn. Mynd: Árni Snævarr.