Ban hlýtur verðlaun Arctic Circle

0
490

Ban ORG

9.október 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tók í dag við verðlaunum sem kennd eru við loftslagsmál og sjálfbærni á þingi Arctic Circle í Reykjavík.

Ban SpeechÓlafur Ragnar Grímsson formaður samtakanna og fyrrverandi forseti Íslands afhenti verðlaunin.

Ban Ki-moon var aðalræðumaðurinn á þinginu þar sem hann fjallaði ítarlega um stöðuna í baráttunni við loftslagsbreytingar og fagnaði því að fjöldi ríkja sem hafa staðfest Parísar-samninginn um loftslagsmál, nálgast nú þann fjölda sem þarf til að hann öðlist gildi.

Hann sagði að víglínan í loftslagsmálum væri á norðurslóðum.

Norðurheimskautssvæðið hitnar meir en aðrir hlutar jarðar að sögn vísindamanna. Ef plánetan hitnar um tvær gráður, sem eru efri mörkin sem miðað er við í Parísar-samningnum, getur það þýtt fjögurra eða jafnvel fimm gráðu hlýnun á Norðurskautinu,” sagði Ban í ræðu sinni.

Þar hvatti hann til þess að heimurinn nýtti sér þekkingu frumbyggia í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hann sagði að frumbyggjar lifðu í sátt við náttúruna og væru heiminum fyrirmynd í því að ná Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum.

Á blaðamannafundi með Lilju Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra sagði Ban Ki-moon að Ísland væri að flestu leyti fyrirmyndarríki.

Lilja BanÞótt Ísland sé lítið og valdalítið ríki getur það falið í sér tækifæri til  áhrifa og gefið því ákveðið lögmæti í þvi að tala fyrir sjónarmiðum réttarríkis, lýðræðis, mannrétttinda, sjálfbærrar þróunar, baráttu gegn loftslagsbreytingum, gagnsæi og ábyrgð. Á öllum þessum sviðum nýtur Ísland álits.”

Síðdegis í dag flutti Ban Ki-moon lokaorð á fundi í Háskóla Íslans um arfleifð Leiðtogafundarins í Höfða 1986.

Hann situr í kvöld kvöldverðarboð á Bessastöðum í boði Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

Myndir: UN Photo/Rick Bajornas.